Þingmaður segir skorta pólitíska forystu í málefnum Landeyjahafnar

28.Desember'10 | 07:36

Róbert Marshall

Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingar, segir skorta pólitíska forystu í því ástandi sem er í Landeyjahöfn. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
 
Róbert segir að samgönguráðherra þurfi „að stíga inn í þetta mál af myndugleik og taka utan um þessa atburðarás. Ef Siglingastofnun stendur sig ekki í því að hafa tiltækt dæluskip til þess að vinna á meðan hægt er að vinna í að halda höfninni opinni þá þarf samgönguráðherra að tryggja að það sé gert.“
 
Að hans mati hafi Siglingamálastofnun átt að sjá vandamálið við höfnina fyrir og tryggja lausn á því. Ögmundur Jónasson, samgöngumálaráðherra, segir að pólitísk forysta gagnvart náttúruöflunum hafi lítið að segja.
 
"Ég veit ekki hvort hann ætlast til þess að ég fari að spjalla við náttúruöflin. Það eru þau sem hafa tekið völdin og við gerum það sem við getum til að nýta það mannvirki sem þarna var reist. Um það hélt ég að væri bærileg sátt. Síðan vegum við það og metum þegar á það er komin reynsla hvernig best sé að snúa sér í málinu. Svona digurbarkalegar yfirlýsingar breyta þarna engu"
 
Ögmundur segir að stjórnvöld ætli að gera allt sem í þeirra valdi er til að höfnin verði nothæf.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is