Terturnar eru í raun og veru ekkert annað en lítil flugeldasýning í kassa

segir Adólf Þórsson formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja

28.Desember'10 | 07:16

Björgunarfélag Flugeldar

Í dag klukkan 13:00 opnaði flugeldamarkaður Björgunarfélags Vestmannaeyja að Faxastíg og verður hann opin daglega fram á gamlársdag en flugeldasala er stærsta fjáröflunarleið Björgunarfélags Vestmannaeyja.
 
Eyjar.net hafði samband við Adólf Þórsson, formann Björgunarfélags Vestmannaeyja og ræddi við hann um flugeldasöluna í ár.

Hversu mikilvæg er flugeldasalan björgunarfélaginu?:
Hún er undirstaða fyrir rekstur félagsins og án hennar væri félagið ekki eins vel tækjum búið .. Félagið treystir á þessa fjáröflunarleið og hafa bæjarbúar staðið þétt að baki okkur og erum við þakklátir fyrir stuðning þeirra á hverju ári.

Á síðasta ári hækkaði Björgunarfélagið verðið lítið sem ekkert og tók á sig
hluta hækkana á innkaupsverði, hvernig er hlutunum háttað í ár?
Björgunarfélagið hefur haft það að markmiði að hækka verðið ekki að óþörfu og í ár reynum við að standa undir því markmiði eins og við mögulega getum. Eitthvað hækkar og annað stendur í stað eins og gengur og gerist en við erum með eitt lægsta verðið á landinu vill ég meina.

Eru einhverjar nýungar í ár sem vert er að skoða?
Síðustu ár hafa tertur komið gríðarlega sterkar inn og er verið að bæta inn nýjum tertum á hverju ári. Terturnar eru í raun og veru ekkert annað en lítil flugeldasýning í kassa og er hægt að fá hinar ýmsu útfærslur á tertunum. Áfram verða hinir vinsælu fjölskyldupakkar til sölu og það eiga allir finna flugelda og skotkökur við sitt hæfi.
 
Hvernig er opnunartími flugeldamarkaðaðarins að Faxastíg?:
Þriðjudagurinn 28.des 13:00 - 21:00
Miðvikurdagurinn 29.des 10:00 - 21:00
Fimmtudagurinn 30.des 10:00 - 21:00
Föstudagurinn 31.des 09:00 - 16:00
 
Föstudagur 7.jan 13:00 - 19:00
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.