ÍBV íþróttafélag og Sparisjóður Vestmannaeyja semja

28.Desember'10 | 08:04
Á Þorláksmessu, 23. desember var undirritaður samstarfssamningur milli Sparisjóðs Vestmannaeyja og ÍBV Íþróttafélags til næstu tveggja ára. ÍBV og Sparisjóðurinn hafa átt í farsælu samstarfi frá stofnun ÍBV Íþróttafélags í desember 1996 og er þessi samningur staðfesting á áframhaldandi farsælu samstarfi.
Samningurinn er viðamikill og kemur Sparisjóðurinn myndarlega að öllum deildum innan ÍBV Íþróttafélags. Sparisjóðurinn hefur alla tíð verið einn af aðalstyrktaraðilum ÍBV og verður það áfram. Íþróttafélagið er einn af burðarásum íþrótta- og æskulýðsstarfs í Vestmannaeyjum og Sparisjóðurinn metur það af verðleikum og er samningurinn sem er undirritaður núna til merkis um það. ÍBV Íþróttafélag metur samninginn mikils og ánægja er með áframhaldandi samstarf. ÍBV Íþróttafélag hefur á undanförnum árum sýnt ráðdeild í rekstri og hefur markvisst greitt niður skuldir. Stefnan er að halda áfram á sömu braut og er samningur þessi mikilvægur liður í þeim áætlunum.

Tekið af ibvsport.is
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.