Leita þurfti til Eyja eftir skemmtistað sem var opinn

27.Desember'10 | 16:03

Höllin Höllinn

Skemmtanaglaðir höfuðborgarbúar gripu flestir í tómt þegar í miðborg Reykjavíkur var komið á miðnætti í fyrrakvöld, enda skemmtistaðir lokaðir, utan þriggja sem lögregla lokaði síðar um nóttina og vísaði í lög um helgidagafrið. Í Vestmannaeyjum voru skemmtistaðir opnir fram eftir nóttu og samkvæmt heimildum eyjar.net voru skemmtanahöld í gærkvöldi vel sótt.
 
Skýtur því svolítið skökku við að á sama tíma hafi skemmtistaðir verið opnaðir í Vestmannaeyjum, þar sem skemmtanahald gekk stóráfallalaust
fyrir sig.
 
Bæjaryfirvöld á hverjum stað ákveða opnunartíma skemmtistaða og segir Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður í Vestmannaeyjum, lögin um helgidagafrið eingöngu taka til dansleikja og annarra skemmtana, en ekki veitingareksturs, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.
 
 
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.