Sundfélag Vestmannaeyja óskar eftir fjárhagslegum stuðning

Samþykki veitt fyrri brennu og flugeldasýningu um áramótin

22.Desember'10 | 08:29
Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði í gær og voru ekki nema þrjú mál á dagskrá bæjarráðs að þessu sinni en yfirleitt eru fleiri mál á dagskrá bæjarráðs hverju sinni.
Ósk eftir fjárhagslegum stuðningi
Erindi frá Sundfélagi ÍBV dags. 9. desember s.l.
Bæjarráð hefur fullan skilning á fjárhagsvanda félagsins og felur íþróttafulltrúa Vestmannaeyjabæjar að kynna sér rekstur sunddeildar IBV og vinna að lausnum í samstarfi með stjórn félagsins.
 
Til umsagnar umsókn fyrir ÍBV-Íþróttafélags, vegna áramótabrennu við Hásteinsvöll
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Samþykki þetta er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfið á kostnað umsóknaraðila ef þörf krefur.
 
Til umsagnar umsókn vegna flugeldasýningar Björgunarfélags Vestmannaeyja, við Hásteinsvöll á gamlársdag
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Samþykki þetta er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfið á kostnað umsóknaraðila ef þörf krefur.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.