Þakkir fyrir framlög til jólaðstoðar

21.Desember'10 | 13:52
Samtals þáðu 27 fjölskyldur aðstoð fyrir jólin til framfærslu og gjafaúttekta í Vestmannaeyjum í gegnum Jólaaðstoð 2010, Hjálparstarf kirkjunnar, Barnahag Vestmannaeyja og Styrktarsjóð prestakallsins. Er það nokkrum fjölskyldum færra en á sama tíma á síðasta ári en álíka mörg börn eru þar í heimili, eða um þrjátíu talsins.
Framlög til aðstoðarinnar koma víða að en Jólaaðstoð 2010 er á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndar, RKÍ og Hjálpræðishersins. Þess má geta að meðal þeirra mörgu sem gáfu í matarbúrið hjá Jólastoð 2010 var Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum.
 
 
Heima í Eyjum gat Barnahagur Vestmannaeyja (Saga Týs) og Styrktarsjóður prestakallsins lagt heilmikið til með gjafabréfum vegna ríkulegra framlaga í þessa sjóði. Góðgerðarmótið Herminator lagði inn kr. 200 þúsund í Barnahag, Stéttarfélagið VR lagði til kr. 500 þúsund í Barnahag og Styrktarsjóð prestakallsins samanlagt, Áhöfnin á Gullbergi VE lagði fram kr. 150 þúsund samanlagt í sjóðina báða og Eyjólfur Guðjónsson lagði inn kr. 200 þúsund í Styrktarsjóðinn. Tveir aðilar aðrir lögðu einnig fram kr. 100 þúsund hvor og kemur það m.a. í staðinn fyrir jólakort frá þeim líkt og í fyrra.
 
Grímur kokkur gaf 23 matarpakka með miklu góðgæti í hversdagsmat og hátíðarmáltíðir og hafa allir pakkarnir komist í hendur fjölskyldna sem sóttu um aðstoð á þessari aðventu.
Nýstúdentar frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum áttu afgang af söfnun sinni fyrir útskriftinni og ákváðu að láta það renna til góðra mála. Þau deildu upphæðinni á 23 fjölskyldur og gáfu gjafakort fyrir ríflega 190 þúsund krónur.
 
Starfsfólk Íslandsbanka gaf jólapakka í fyrra en í ár gefa þau gjafabréf fyrir kr. 100 þúsund og er þeim einnig deilt út til þeirra sem leitað hafa til kirkjunnar. Þá gaf 9. deild Félags leikskólakennara í Eyjum kr. 18 þúsund í staðinn fyrir pakkaskipti á milli félagsmanna. Þá er einnig vitað að nokkur líknarfélög taka sig saman um að gefa matarkörfur frá Vöruval og er þeim deilt út þaðan, m.a. til þeirra sem sótt hafa um aðstoð til kirkjunnar og það sama er um jólagjafapakka frá Oddinum í Vestmannaeyjum. Þá kom kona ein með fullan kassa af prjónuðum vettlingum og bað prestana að koma því á réttar hendur (bókstaflega) en þetta var mjög falleg gjöf sem vermir.
 
Fyrir öll þessi framlög eru færðar þakkir frá þeim sem nutu aðstoðar og hafa prestar Landkirkju verið beðnir um að koma því á framfæri fyrir hönd þeirra. Í því öllu er mikill samhugur og kærleikur sem vitnar um anda jólanna þar sem enginn má vera útundan. Með ríkulegu þakklæti fylgir ósk um fagnaðarríka hátíð Frelsarans, Jesú Krists, frið og gleði.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.