Börn á leikskóla í eyjum yfir 201

Kostnaðarhlutfall foreldra hefur minnkað

21.Desember'10 | 15:18
Síðustu ár hefur fjöldi leikskólabarna í Vestmannaeyjum ekki náð fjöldanum 200 en í haust fjölgaði í 5 ára deildinni svokölluðu og nú svo komið að fjöldi leikskólabarna í eyjum er komið í 201 barn.
„Við vissum sem var þegar ákvörðun var tekin um að opna 5 ára deild að það yrði umdeilt bæði meðal foreldra og starfsmanna okkar. Þannig er það hinsvegar með allar ákvarðanir og mikilvægt fyrir stjórnendur og nefndarfólk að vera trúir sannfæringum sínum jafnvel þótt að það geti gustað um tíma. Við sem komum að málefnum leikskóla erum gríðarlega stolt af þeim árangri sem náðst hefur við að auka þjónustu leikskólannna og daga úr kostnaði fyrir heimili. Það er ekki víst að það átti sig allir á hversu mikil breytingin hefur orðið stuttum tíma. Ekki einungis hefur þjónusta verið aukin, nýr leikskóli tekin í notkun, kostnaður færður úr því að vera dýrastur á landinu niður fyrir landsmeðaltal og aukin áhersla lögð á faglega þróun heldur hefur Vestmannaeyjabær nú tekið á sig algerlega ráðandi hlut í kostnaði við leikskólagöngu barna.
Fyrir fáum árum var kostnaðarskipting milli foreldra og bæjar þannig að foreldrar greiddu um 40% af kostnaði og bærinn 60%. Í dag er hlutfall Vestmannaeyjabæjar hinsvegar komið yfir 80% og hlutfall foreldra undir 20%. Kostnaður á bak við árs leikskólagöngu er um 1,3 milljón á ári og því hefur þetta vissulega kallað á mikla útgjaldaaukningu hjá bæjarfélaginu. Kostnaður við rekstur leikskóla hefur því aukist um rúmlega 47% á fáeinum árum. Það er hinsvegar í takt við áherslur bæjaryfirvalda og markmið um að fjölskylduvænar Vestmannaeyjar. “ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri
 
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.