Stjórn SASS bendir á að nú greiða Vestmannaeyingar ígildi hárra veggjalda milli lands og eyja

17.Desember'10 | 10:59
Vegna frétta og umræðna í fjölmiðlum undanfarna daga um upptöku veggjalda á Suðurlandsvegi og fleiri leiðum í nágrenni Reykjavíkur þá vill stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga koma efirfarandi á framfæri:
Á síðasta ári var meðaltalsumferð um Suðurlandsveg á milli Selfoss og Reykjavíkur um 8000 bílar á sólarhring. Áætla má að eldsneytisskattar af þessari umferð hafi numið um einum og hálfum milljarði króna og þá er ekki tekið tillit til annarra tekna af umferðinni s.s. bifreiðasköttum og vörugjöldum. Ef veggjöld verða lögð á samkvæmt fyrrgreindum fréttum nemur sú upphæð um einum milljarði króna á ári vegna umferðar um Suðurlandsveg. Samkvæmt áætlun Vegagerðarinnar kostar breikkun Suðurlandsvegar, sem framkvæmdir eru hafnar við, um 16 milljörðum króna. Miðað við ofangreindar forsendur þá greiðist kostnaður við verkið upp á innan við 10 árum að teknu tilliti til 3.5% ávöxtunar. Ef veggjöld verða tekin upp án þess að eldisneytisskattar verði lækkaðir á móti er ljóst að um hreina tvísköttun verður að ræða.
 
Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hvetur yfirvöld samgöngumála til þess að hafa samráð við sunnlensk sveitarfélög um þessar auknu álögur á íbúa Suðurlands með tilkomu vegtolla á Suðurlandsvegi og að fulls jafnræðis verði gætt á milli íbúa landsins hver sem niðurstaðan verður. Í því sambandi bendir stjórn SASS á að nú greiða Vestmannaeyingar ígildi hárra veggjalda á milli Eyja og Landeyjahafnar sem hvergi eiga sér hliðstæðu í þjóðvegakerfinu. Nauðsynlegt er að taka þau mál til endurskoðunar.
 
Stjórnin hefur óskað eftir fundi með Ögmundi Jónassyni samgönguráðherra vegna málsins
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.