Vel heppnuð góðgerðarsamkoma Eyverja

-tekið af eyverjar.is

16.Desember'10 | 16:41
Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna, hélt í gærkvöldi skemmtikvöld til styrkar Krabbavörn Vestmannaeyja. Um 200 Eyjamanna og -kvenna sóttu skemmtunina og skemmtu sér hver öðrum betur. Aðal skemmtikraftur kvöldsins Ari Eldjárn toppaði gott kvöld og fór á kostum svo gestir hreinlega veltust um af hlátri.
 
Auk Ara sáu þrír Eyverjar um að skemmta gestum. Þau Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Sindri Freyr Guðjónsson tóku lagið sitt í hvoru lagi og Hjalti Pálsson stýrði samkomunni mjúkum höndum og sló á létta strengi auk þess að taka eitt lag með Sindra Frey.
 
Allur ágóði kvöldsins, vel á annað hundrað þúsundu krónur, rann svo óskiptur til Krabbavarna Vestmannaeyja sem styður við þá sem greinast með krabbamein í Vestmannaeyjum og aðstandendur þeirra.
 
Eyverjar vilja þakka þeim fyrirtækjum sem hjálpuðu með happadrættisvinningum og öðru.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.