Vel heppnuð góðgerðarsamkoma Eyverja

-tekið af eyverjar.is

16.Desember'10 | 16:41
Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna, hélt í gærkvöldi skemmtikvöld til styrkar Krabbavörn Vestmannaeyja. Um 200 Eyjamanna og -kvenna sóttu skemmtunina og skemmtu sér hver öðrum betur. Aðal skemmtikraftur kvöldsins Ari Eldjárn toppaði gott kvöld og fór á kostum svo gestir hreinlega veltust um af hlátri.
 
Auk Ara sáu þrír Eyverjar um að skemmta gestum. Þau Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Sindri Freyr Guðjónsson tóku lagið sitt í hvoru lagi og Hjalti Pálsson stýrði samkomunni mjúkum höndum og sló á létta strengi auk þess að taka eitt lag með Sindra Frey.
 
Allur ágóði kvöldsins, vel á annað hundrað þúsundu krónur, rann svo óskiptur til Krabbavarna Vestmannaeyja sem styður við þá sem greinast með krabbamein í Vestmannaeyjum og aðstandendur þeirra.
 
Eyverjar vilja þakka þeim fyrirtækjum sem hjálpuðu með happadrættisvinningum og öðru.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.