- Gatið stækkar eins og makrílstofn

Á meðan Landeyjahöfn fyllist af sandi tæmast vasar borgarbúa

16.Desember'10 | 08:01
Á meðan Landeyjahöfn fyllist af sandi tæmast vasar borgarbúa. Eitt hefur svo sannarlega ekki minnkað; það er hið óumflýjanlega gat sem stoppa þarf í og í augum margra verður sá saumur stór og mikill.Gatið bara stækkar eins og makrílstofninn.
Þetta sagði borgarfulltrúi Besta flokksins, Elsa Yeoman, við umræður um fjárhagsáætlun borgarinnar, en í þeim er gert ráð fyrir talsverðum niðurskurði.
 
Hún segir að allt hafi dregist saman eftir að „efnahagsleiðréttingin mikla þaut yfir landið eins og vond fýla.“Hún segist óska sér að ástandið væri ekki svona og að fjárlagagatið sem stoppa þyrfti uppi myndi minnka eins og gróður á rofabarði og skryppi saman eins og soðin ull. Og um gagnrýni minnihlutans á fjárhagsáætlunina, segir Elsa:
 
Það væri gaman að sjá hina fullkomnu fjárhagsáætlun; hvernig ætli hún líti eiginlega út? Allir hér eru sammála um að það þarf að hagræða. Þegar skorið er niður geta ekki allir verið glaðir. Kannski má segja það sé vel heppnuð niðurskurðarfjárhagsáætlun þegar allir eru nákvæmlega jafnóánægðir með hana; jafnt þeir sem vilja auka útgjöld í eitthverjum málaflokki og þeir sem vilja skera hinn sama flokk niður.
 
Og hún sagðist ímynda sér að sumt sem fundið sé að væri nánast óumdeilt ef ekki kæmi tilhugsunin um næstu kosningar. Því fjárhagsáætlunin hafi einnig það hlutverk að veita stjórnmálamönnum tækifæri á að sýna hve snjallir þeir séu við að finna galla á verkum annarra. Þetta sé gagnlegt fyrir alla aðila. Og í lok ræðu sinnar sagði Elsa:
 
Ég vil minna á það svona í lokin að maður veiðir ekki mínk í velferðargildru.
 
Takk fyrir og góða ferð.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.