Sótt um jólaaðstoð fyrir rúmlega tuttugu fjölskyldur í eyjum fyrir jólin

15.Desember'10 | 13:34
Vikulega flytja stóru fréttaveiturnar á Íslandi fréttir af matarúthlutun hjálparsamtaka á höfuðborgarsvæðinu en oft gleymist að fjölskyldur úti á landi þurfa líka hjálp við að ná endum saman yfir jólin. Eyjar.net hafði samband við séra Kristján Björnsson sóknarprest í Landakirkju til að athuga stöðu mála í eyjum fyrir þessi jól.
 
Við erum hér með Styrktarsjóð prestakallsins sem hefur lagt til mataraðstoð og mun gefa gjafakort til úttektar hjá kaupmönnum í Vestmannaeyjum. Ég er líka einn af ábyrgðarmönnum á styrktarsjóðnum Barnahagur Vestmannaeyja, sem stofnaður var við útgáfu á Sögu Týs um árið. Bein framlög Landakirkju fara í gegnum Hjálparstarf kirkjunnar með umsóknum frá prestum Landakirkju allt árið um kring.” Segir séra Kristján.
 
Fjölmargir hafa lagt þessum sjóðum lið undanfarið, Verslunarmannafélag Reykjavíkur, áhöfnin á Gullberginu og útgerðin Ufsaberg auk fleiri aðila sem hafa lagt málefninu lið með framlögu. Góðgerðargolfmót Hermann Hreiðarssonar styrkti annað árið í röð Barnahag í Vestmannaeyju en Barnahagur hefur m.a. gefið gjafakort í verslanir í eyjum og veitt styrki á árinu sem er að líða vegna mikilla veikinda barna og foreldra.
 
Grímur Kokkur gefur matarpakka og einnig hafa aðilar með gjafir haft samband við prestana til að fá leiðbeiningar um það hvernig eigi að koma jólagjöfum til barna sem búa við knöpp kjör um þessar mundir.

Rúmlega 20 fjölskyldu sem þurfa jólaaðstoð
Fyrir þessi jól sóttum við prestar Landakirkju um jólaaðstoð fyrir um rúmlega tuttugu fjölskyldur í Eyjum, en jólaaðstoðin er samstarfsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndar, RKÍ, og Hjálpræðishersins. Með því er líka farið yfir umsóknirnar af félagsráðgjafa og þannig njótum við samráðs við Hjálparstarf kirkjunnar um að meta þörfina með fólkinu sem sækir um aðstoð. Jólaaðstoðin er í formi úttektarkorta.” segir séra Kristján.

Til að vinna þetta á sem faglegastan hátt hafa prestar Landakirkju einnig leitað faglegs samráðs við félags- og fjölskyldusvið Vestmannaeyjabæjar. Önnur úrræði hafa verið þróuð hér í Eyjum líka en þau byggja á samstarfi líknarfélaganna, Kiwanis, Lions, Kvenfélagsins Líknar og Kvenfélags Landakirkju, auk Oddfellowreglunnar, með úttektum úr matvöruversluninni Vöruval.
 
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).