Brjáluð bræla við Ísland slær í gegn

Myndband fylgir frétt

15.Desember'10 | 10:29
Vinsælasta myndbandið um Ísland á myndbandavefnum Youtube fjallar ekki um Eyjafjallajökul, íslenska náttúrufegurð eða Jóhönnu Guðrúnu, heldur sýnir það blákaldan veruleika íslenskra sjómanna.
Meira en 4,6 milljónir manna hafa skoðað myndband á Youtube af Smáey VE í stórsjó við Vestmannaeyjar. Það jafngildir íbúafjölda Noregs. Myndbandið sýnir togarann dansa eins og korktappa á öldunum í vetrarbrælu.
 
„Næst þegar þú færð þér fisk og franskar, eða rækjukokkteil á jólunum eða á veitingastað, dokaðu við andartak og hugsaðu hvernig þetta rataði á diskinn hjá þér. Skálaðu svo fyrir fjarlægum vinum,“ skrifar einn Youtube-notandinn undir áhrifum af myndbandinu. Meira en 2.600 ummæli hafa verið skrifuð undir myndbandinu. „Ég myndi gera í brækurnar,“ segir annar.
 
 
 
Tekið af dv.is
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.