Doktorsvörn Hjalta Jónssonar í sálfræði í dag

14.Desember'10 | 23:41
Sálfræðingurinn Hjalti Jónsson mun í dag klukkan 14:15 að dönskum tíma hefja vörn sína gagnvart doktorsritgerð sem hann hefur skrifað. Doktorsverkefni Hjalta fjallaði um að meta árangur sálfræðilegrar
hópmeðferðar við áráttu þráhyggjuröskun og bera það saman við árangur einstaklingsmeðferðar. Hjalti mun mæta tveimur af helstu sérfræðingum heimsins á þessu sviði í vörn sinni í dag en þeir eru Professor Paul M. Salkovskis frá Bretlandi og Professor Lars-Göran Öst frá Svíþjóð.
 
Hjalti hóf nám við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands í september 2000 og útskrifaðist þaðan með BA gráðu í sálfræði í júní 2003. Um haustið sama ár flutti hann, ásamt fjölskyldu sinni, til Danmerkur þar sem hann hóf mastersnám við Sálfræðideild Árósarháskóla. Lauk hann þar embættisprófi í sálfræði (Cand.Psych) í janúar 2006.
 
Á námsárunum starfaði Hjalti við ýmis rannsóknar- og umönnunarstörf bæði á Íslandi og í Danmörku (sjá nánar í ferilskrá).
 
Að námi loknu var Hjalta boðinn staða sálfræðings á Geðsjúkrahúsinu í Árósum, nánar tiltekið á deild sem sérhæfir sig í meðhöndlun kvíðaröskunar af ýmsum toga. Á þessari deild var Hjalti í fullri stöðu sálfræðings frá janúar til september 2006 þegar honum var boðinn styrkur til doktorsnáms við sálfræðideild Árósarháskóla (sjá nánar undir Rannsóknir og kennsla). Frá því að Hjalti byrjaði í doktorsnáminu hefur hann þó unnið áfram í hlutastarfi á kvíðadeildinni víð Geðsjúkrahúsið.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.