Óbreytt útsvar árið 2011 þrátt fyrir 15% samdrátt útsvarstekna

Útdráttur úr framsögu Elliða Vignissonar bæjarstjóra

13.Desember'10 | 12:55
Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2011 var lögð fyrir bæjarstjórn Vestmannaeyja þann 9.desember síðastliðinn og birt eyjar.net hér fyrir neðan nokkra punkta úr framsögu Elliða Vignissonar bæjarstjóra. Eyjar.net mun á næstu dögum birta úrdrætti úr framsögu Elliða en seinni umræða um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar er þann 16.desember næstkomandi.
Óbreytt útsvar árið 2011 þrátt fyrir 15% samdrátt útsvarstekna
Útsvarhlutfall er áætlað óbreytt frá því sem nú er eða 13,28%. Áætlun ársins 2011 gerir ráð fyrir því að útsvarstekjur dragist saman um a.m.k. 15% frá rauntekjum 2010. Gert er ráð fyrir að framlög úr jöfnunarsjóði dagist saman um 7% til 10% frá áætlun 2010.
 
Í fyrirliggjandi áætlun er miðað við að tekjur af útsvari verði 1.280.000.000 sem er 80.000.000 króna aukning frá því sem áætlað var fyrir árið 2010. Hér er hinsvegar um nokkuð lægri fjárhæð að ræða en rauntekjur yfirstandandi árs eða 15%.
 
Óbreytt álagningarhlutfall fasteignaskatts árið 2011
Álagður fasteignaskattur er áætlaður 170.000.000 sem er nokkur lækkun frá áætlun 2010 (10 milljónir) en liggur nærri rauntölum ársins í ár. Skýringin er sú að hækkun ársins í ár var ekki eins mikil og við gerðum ráð fyrir í gerð fjárhagsáætlunar 2010. Álagningarhlutfall er hinsvegar óbreytt milli ára og verður 0.42% á íbúðarhúsnæði og 1.55% af öðru húsnæði.
 
Lækkun framlags Jöfnunarsjóðs til Vestmannaeyja
Eins og ítrekað hefur komið fram hafa framlög Jöfnunarsjóðs verið að dragast hratt saman. Eins og bæjarfulltrúar þekkja er jöfnunarsjóði ætlað að jafna aðstöðumun íslenskra sveitarfélaga. Ástæða lækkandi framlaga sjóðsins til Vestmannaeyjabæjar skýrast af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi er rekstarlegstaða Vestmannaeyjabæjar orðin ein sú sterkasta á landinu öllu og því minni þörf fyrir neyðarframlög, í öðru lagi hafa tekjur ríkisins dregist mikið saman og framlögin því lækkað almennt og í þriðjalagi hefur úthlutunarreglum við breytt og sá leiði grunur læðist að manni að fjámagni sé markvisst beint frá Vestmannaeyjum og sveitarfélaginu refsað fyrir skynsamlegan rekstur.

13% lækkun rauntekna
Heildarskatttekjur eru áætlaðar 1.737.200.000. Eins og fram hefur komið er þar um 13% lækkun frá rauntekjum ársins í ár en 3% hækkun frá áætlun yfirstandandi árs. Þá eru heildartekjur áætlaðar 3.121.190.000 þegar millifærslur hafa verið dregnar frá en voru áætlaðar 2.995.522.000 fyrir árið í ár (4% hækkun).

Leigugreiðslur áætlaðar 186 milljónir
Eins og við höfum áður fjallað um samþykkti stjórn Fasteignar hf. afslátt til leigutaka á árinu 2010. Það olli því að leiga lækkaði um 28% frá því sem hún hefði annars orðið. Heildar leigu greiðslur voru 142.000.000 en hefði farið yfir 200 milljónir ef gengið hefði verið eins allt árið og það var í lok árs 2009 og ef ekki hefði komið til afsláttar. Samþykkt stjórnar Fasteignar hf. nær hinsvegar einungis til 1. Janúar 2011. Því er gert ráð fyrir 186.000.000 leigugreiðslum sem er 31% hærra en raungreiðslur 2010.
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).