Tryggvi Hjaltason kosinn stjórn Varðbergs samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál

9.Desember'10 | 22:09
Í gærkvöldi var haldin stofnfundur nýs félags sem stofnað er á grunni tveggja eldra félaga og hélt Tryggvi Hjaltason öryggis- og greiningarfræðingur erindi um leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í nóvember síðastliðnum.
Tryggvi Hjaltasan var einnig kosinn í fyrstu stjórn félagsins og situr hann þar ásamt Birni Bjarnasyni, Eiði Guðnasyni, Gísla Valdórssyni, Kjartani Gunnarssyni, Margréti Cela og Þuríði Jónsdóttur.
 
Tilgangur Varðbergs er:
 
1. Að beita sér fyrir umræðum og kynningu á alþjóðamálum, einkum þeim þáttum þeirra sem snúa að öryggis- og varnarmálum á norðurhveli jarðar.
2. Að efla skilning á gildi lýðræðislegra stjórnarhátta.
3. Að vinna að kynningu á samstarfi og menningu þjóða, sérstaklega störfum og stefnu Atlantshafsbandalagsins.
4. Að hafa samstarf við hliðstæð félög erlendis, eftir nánari ákvörðun stjórnar samtakanna.
 
Tilgangi sínum hyggst Varðberg ná:
 
1. Með fundum, málstofum og ráðstefnum með innlendum og erlendum fyrirlestrum.
2. Með samvinnu við háskóla og menntaskóla, rannsóknastofnanir, félög og hugveitur innan lands og utan.
3. Með þátttöku í Atlantic Treaty Association og Young Atlantic Treaty Association.
4. Með útgáfustarfi.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.