Tryggvi Már Sæmundsson skrifar:

Til umhugsunar vegna nafngiftar

9.Desember'10 | 17:04
Í vikublaðinu Fréttum er greint frá því að Fjölskyldu og tómstundaráð hafi veitt ÍBV-íþróttafélagi leyfi til að selja nafn hið nýja glæsilega fjölnota íþróttahús sem senn verður tekið í notkun. Hvers vegna? . ÍBV-íþróttafélag rekur gríðarlega umfangsmikið og fjárfrekt barna og unglingastarf. Og hefur á síðustu árum lagt metnað sinn í að bæta en frekar starfið sem kostar félagið rúmar 30 milljónir í ár.
 
Þetta eru miklir fjármunir. Iðkenndur greiða æfingagjöld, sem eru með þeim lægstu á landinu. Þau nema samtals 8 milljónum króna. Það er því ljóst að félagið þarf að afla mikilla tekna til að brúa bilið milli kostnaðar og framlögum iðkennda, ef ekki á að hækka gjöldin. Félagið leitar allra leiða til þess að ekki þurfi að hækka æfingagjöld eða auka kostnað heimila í Vestmannaeyjum og alls ekki á þessum tímum þegar illa árar og öll gjaldtaka bitnar harðast á þeim sem minnst mega sín. Það er af þessum ástæðum sem ÍBV-íþróttafélag sækir um þetta leyfi og af sömu ástæðum samþykkir Fjölskyldu og tómstundaráð erindi félagsins.
 
Það er engin nýlunda að íþróttfélög leiti til fyrirtækja vegna styrkja. Sem betur fer hafa fyrirtæki í Vestmannaeyjum og víðar af landinu talið jákvætt að styðja ÍBV-íþróttafélag, enda starf félagsins gríðarlega öflugt og eftirtektarvert. Stundum er mögulegt að ná hærri styrkjum ef ávinningur er af sýnileika. Þannig er það í þessu tilfelli. Ábati barna og unglingastarfs verður vel á annan tug milljóna á samningstímanum, ef samningar verða undirritaðir. Það verður ekki tekið upp af götunni, sérstaklega ekki eins og árar á Íslandi í dag.
 
Gísli Valtýsson skrifar í gær grein undir fyrirsögninni „ Er allt til sölu ?“. Undirritaður getur ekki svarað því . Það er hins vegar ekki allt seljanlegt, hvað þá fyrir hátt verð, svo mikið er víst. Það er allt eins hægt að spyrja „ Hver á nýja íþróttahúsið ?“. Svarið við því er einfalt. Vestmannaeyingar. Eigum við svo að spyrja „ Hver fær tekjurnar af nafngiftinni“ . Svarið við því er einfalt. Tekjurnar renna til heimila í Vestmannaeyjum. Bæjarbúa. Þær létta kostnaði af fjölskyldum sem eru með börn í íþróttum. Barnafjölskyldum sem hvað þyngstar eru í rekstri. Er það vont? Því verður hver að svara fyrir sjálfan sig. ÍBV-íþróttafélag er ekki hlutafélag eða mafía. Það er misskilningur.
 
Ég vona svo sannarlega að af samningum verði og Eyjamenn fagni því að jafn stórt og öflugt fyrirtæki og Eimskip, reiði fram fjármagn til barna- og unglingastarfs ÍBV-íþróttafélags. Ég vona líka að fyrirtækið meti fjárfestinguna góða, þannig að viðskiptin verði öllum til hagsbóta. Það er líka mikilvægt.
 
Tryggvi Már Sæmundsson
Framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags
 
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).