Leiðarvísir að kappajólum

Fimmtudagsþruman frá Tryggva Hjaltasyni

9.Desember'10 | 10:34
Undirbúningur fyrir jól með topp samvisku
Það eru fáir mánuðir sem bera með sér eins öflugan andlegan kraft eins og desember mánuður. Ég hef oft sagt við sjálfan mig í byrjun desember setningar eins og: „núna verð ég áfram alveg jafn duglegur að æfa eins og ég hef verið!“ En þann dag í dag hefur mér ekki tekist að standa við þessi takmörk sem ég hef sett sjálfum mér í desember mánuði.
 
 
En það er kannski ekki skrýtið, það eru allir í fríi í kringum mann, Eyjan fagra breytist í einskonar frí eyju þar sem fólk nýtur sín í faðmi fjölskyldunnar, þrusar í spil og hendir sér ofan í kökudallana. Ég hef stundum vaknað kaldan desember morgun (og þegar ég segi morgun á ég við á milli 12 og 16) og verið harðákveðinn í að núna fer ég og kíki í þrek, eða fer út að hlaupa eða að minnsta kosti moka eitt snjóhús í garðinum. Ég labba niður stigann og þar bíður móðir mín kær með smákökur og mjólk, húsið er hlýtt og róandi birta jólaljósa út um allt, það er þegar byrjað að myrkra úti og svo hringir Sigurjón eða Kolli og stingur upp á því að við förum að renna okkur, eða spila, eða lana eða eitthvað sem stangast á við fyrri plön. Ég á einfaldlega ekki séns gagnvart desember dögum í Vestmannaeyjum.
 
En þetta árið hef ég undirbúið mig.
 
Það fyrsta sem ég geri alla daga verður að lesa einn kafla í einhverri bók og það má ekki vera skáldsaga: næring fyrir heilan – tjekk.
 
Það næsta sem ég geri er að taka amk eina klukkustund af æfingum, þreksal, fótbolta/frjálsíþróttaæfingu eða armbeygjukeppni við Trausta bróðir heima ef við erum snjóaðir inni: næring fyrir vöðva – tjekk.
 
Svo les ég eina bók eða 3-5 kafla í Biblíunni og þakka Jesú pent fyrir það að hafa gefið mér þessa bestu hátíð allra tíma: næring fyrir sálina – tjekk.
 
Ég reikna það út að þetta taki ekki nema svona 2 klst og eftir það á ég inni uþb 16 klst af móralslausri desember gleði og kökum það sem eftir lifir dagsins.
 
Stefnan er sett á metnaðarfulla jólahátíð hjá þessum eyjapeyja.
 
Desemberkappaþrumukveðja
Tryggvi
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.