Endurbygging upptökumannvirkja Vestmannaeyjahafnar

Endurbygging upptökumannvirkja Vestmannaeyjahafnar er langt á veg komin

8.Desember'10 | 09:47

höfn vestmannaeyjahöfn vestmannaeyjar vestmannaeyjabær

Byrjað er að setja saman spil og annan búnað sem var yfirfarinn og styttist í að sjáanlegar verði miklar framkvæmdir í dokkinni. Ný stjórntafla er komin upp í stjórnstöð en breytingar á stjórnkerfi gera mannvirkið allt miklu öruggara og minni hætta verður á mistökum.
Mikill tími hefur farið í stálviðgerðir og sandblástur og málningu á spilum. Næsta skref er að ljúka við stálvinnuna og þá er hægt að fara að setja mannvirkið saman. Helstu verktakar hafa verið Skipalyftan ehf, Eyjablikk ehf, Íslenska Gámafélagið hf og Geisli en reiknað er með að verkinu ljúki í apríl. Verður þá hægt að taka skip á land til viðhalds og viðgerða í fyrsta skipti í tæp 5 ár.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.