Þorkell Sigurjónsson bloggar:

Stefnum á að allir Eyjamenn verði komnir í stúku árið 2012

7.Desember'10 | 23:43
Nú er rætt um svokölluð "stúkumál" hérna í Eyjum. Reyndar hefur komið fram, að aðeins einn af sjö bæjarfulltrúum hér Eyjum, hefur tjáð sig um málið sjálfur bæjarstjórinn okkar, Elliði Vignisson. 
 
Samkvæmt hans skrifum virðist nær útilokað að svo komnu máli, að bæjarstjórn Vestmannaeyja muni koma þar að málum, allavega hvað peningana varðar. Í grein sinni fullyrðir bæjarstjóri að bæjaryfirvöld vilji ekki taka þátt í byggja 60 milljóna króna stúku.
 
Þar höfum við það og væri fróðlegt að vita, hvort þetta speglar afstöðu hinna sex bæjarfulltrúann, einnig!
En það telst ansi harkalegt, að mínum dómi, að bæjarstjórinn okkar skuli vera svo einstrengingslegur
gagnvart þessu svokallaða stúkumáli.
 
Þess vegna að mínum áliti, verðum við bæjarbúar að snúa bökum saman, safna liði og hefja einhverskonar framkvæmdaráætlun í máli þessu.
 
 
T.d. er ég ekki í neinum vafa um, miðað við það sjálfboðastarf sem tíðkast hér á ári hverju fyrir þjóðhátíð okkar Eyjamanna, að við gætum fengið marga til að  eggja vinnu í að byggja nýja stúku. Peningahlið málsins verður erfiður hjalli, en ekki ókleifur. Þar kemur mér í hug, að menn kaupi sér sæti og geti fengið að borga það á einu til tveimur árum.
 
 
Auðvitað segja margir, að margt sé nú þarfara en það að leggja peninga í stúku inn við Hásteinsvöll og nýbúið að byggja myndarlegt knattspyrnuhús. Staðreyndirnar tala samt sínu máli, sem eru þær, að eftir næsta sumar verðum við að leika heimaleiki okkar á fasta landinu. Ég vil ekki trúa öðru heldur en það, að bæjaryfirvöld komi til sögunnar, þegar á hólminn er komið og framkvæmdir eru hafnar á myndalegri stúku.
 
 
Við Eyjamenn erum ekki þekktir fyrir vol eða víl svona yfirleitt, og eitt er víst eins og bæjarstjóri vor segir, "KSÍ stjórnar ekki uppbyggingu í Vestmannaeyjum," en hitt er svo alveg víst, að sá sem þetta blogg ritar,
mun ábyggilega leggja sitt að mörkum að þetta brýna verkefni okkur, verði ÍBV og bæjarfélaginu til sóma, bygging yfirbyggðrar stúku inn við Hásteinsvöll, næsta sumar.
 
 
ÁFRAM ÍBV.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.