Golfklúbbur Vestmannaeyja óskar eftir 30% hækkun styrk frá bænum

7.Desember'10 | 15:39

golfklúbbur Vestmannaeyja

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði í dag og var m.a. fjallað ósk frá ÍBV Íþróttafélagi um 50milljónir fjárframlag og ósk frá Golfklúbbi Vestmannaeyja um hækkun á styrk frá sveitafélaginu.
Ósk um 30% hækkun á styrk frá Vestmannaeyjabæ
Fyrir liggur beiðni Golfklúbbs Vestmannaeyja um aðkomu Vestmannaeyjabæjar að endurfjármögnun á langtímaskuldbindingum GV. Fram kemur að langtímaskuldbindingar GV hafa hækkað úr rúmum 30 milljónum í um 80 milljónir vegna fjármálakreppunnar en lán GV voru í erlendri mynt.
GV óskar eftir því að styrkur Vestmannaeyjabæjar verði hækkaður um 30% og rekstrartyrkur ársins 2012 verði greiddur út samhliða rekstrarstyrki næsta árs.
Bæjarráð getur ekki haft þá aðkomu að rekstrarvanda GV sem óskað er eftir enda eru skuldir íþróttafélaga í Vestmannaeyjum ekki með ábyrgð í sameiginlegum sjóðum bæjarbúa. Áhætta af skuldsetningu liggur hjá lántaka og lánveitanda en ekki bæjarbúum almennt.
Bæjarráð hefur þó þungar áhyggjur af vanda GV sem er tilkominn vegna fjármálakreppunnar. GV hefur sýnt ráðdeild í rekstri um leið og staðið hefur verið myndalega að uppbyggingu. Rekstrarstaða væri án efa sterk ef ekki hefði til komið sá forsendubrestur sem raum ber vitni. Takist að vinna klúbbinn út úr þungri skuldastöðu er framtíð hans því björt.
Bæjarráð lýsir sig því reiðubúið til að að vinna að lausn vandans. Því samþykkir bæjarráð að óska eftir óháðri úttekt á rekstrarhæfi GV. Frekari aðkoma verður ákveðin í framhaldi af slíkri úttekt.
 
50 milljónir í stúku
Fyrir liggur erindi frá ÍBV íþróttafélagi þar sem óskað er eftir allt að 50 milljóna fjárframlagi til byggingar á stúku við Hásteinsvöll sem rúmað getur um 800 manns með nýjum búningsklefum og tækjageymslu.
Komið hefur fram að til að hafa möguleika á að tryggja ÍBV heimaleikjarétt á Hásteinsvelli þarf yfirbyggða stúku sem rúmað getur 350 manns í viðbót við þau sæti sem fyrir eru. Ekki er gerð krafa um nýja búningsklefa né annan aðbúnað.
 
Bæjarráð hafnar erindinu en lýsir sig áfram reiðubúið til að vinna með ÍBV að því að lið okkar Eyjamanna geti spilað heimaleiki sína í úrvalsdeild á Hásteinsvelli.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%