Ók á grindverk við gatnamót Hlíðarvegar og Hásteinsvegar og tilkynnti ekki óhappið

6.Desember'10 | 16:18
Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og rólegt í kringum skemmtistaði bæjarins. Þó þurfti lögregla að aka nokkrum heim sökum ölvunarástands þeirra.
Þrátt fyrir hálku á götum bæjarnis voru fá óhöpp tilkynnt til lögreglu en eitthvað var þó um umferðaróhöpp sökum hálku sem lögregla hafði afspurnir af.
 
Í vikunni voru tveir ökumann stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Er annar þeirra grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna en hinn um akstur undir áhrifum áfengis.
 
Síðdegis þann 29. nóvember sl. var lögreglu tilkynnt um að ekið hafi verið á grindverk sem er við gatnamót Hlíðarvegar og Hásteinsvegar og að sá sem tjóninu olli hafi ekið á brott án þess að tilkynna um tjónið. Talið er að óhappið hafi átt sér stað að morgni sama dags en nokkur hálka var þá um morguninn. Eru þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hver þarna var að verki beðnir um að hafa samband við lögreglu. Sérstaklega er sá sem tjóninu olli hvattur til að gefa sig fram.
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is