Landinn á Rúv

Áratuga barátta við sand

Slóð af þættinum í frétt

6.Desember'10 | 11:02
Ósinn við Hornafjörð hefur löngum verið talin ein af erfiðara innsiglingum landsins. Í gegnum árin hafa þar orðið mörg sjóslys og stundum mannskaði. Undanfarin 20 ár hafa þrír sjóvarnargarðar verið reistir til að reyna að bæta ástandið. Meðal hugmynda nú er að lengja einn garðanna og nýta sterka strauma í ósnum til að grafa siglingaleið í gegnum sandrifið.
Líkt og í Landeyjahöfn glíma menn við náttúruna í Hornafjarðarósnum en mikil hreyfing er á sandi með allri suðurströnd landsins. Ásgrímur Ingólfsson, skipstjóri á Ásgrími SF, segist bíta á jaxlinn og bölva í hljóði þegar hann siglir um ósinn með um 1.500 tonna afla. Ef ölduhæð er á þriðja metra kveðst Ásgrímur reka skipið niður fimm til sex sinnum á leiðinni yfir sandrifið. Hann segir skipstjóra á Hornafirði hafa hugsað til skipstjóranna á Herjólfi vegna sandburðar í Landeyjahöfn. Það sé ekkert grín að sigla við þessar aðstæður með skip fullt af farþegum.
 
Reynir Arnarson, formaður hafnarstjórnar, segir að samstarf við Siglingastofnun hafi verið gott í gegnum árin. Vinna við fyrsta sjóvarnargarðinn hófst árið 1990 eftir að rof kom í fjöruna vestan Hvanneyjarvita. Um tíu ár eru liðin frá því að framkvæmdir hófust við nýjasta varnargarðinn sem nú er rætt um að lengja. Reynir segir tilraunir til dýpkunar hafa skilað litlu, síðasta hafi verið reynt fyrir um fimm árum. Þá hafi verið gerð um 70 metra breið renna og tveggja metra djúp í rifið sem hafi því miður fyllst fljótlega aftur.
 
Fjallað var um málið í Landanum á sunnudagskvöldið. Hér má horfa á þáttinn.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%