Ingi Sigurðsson fékk verðlaunapeningin sinn 12 árum seinna
Gleði, tár og titlar var frumsýnd í kvöld
4.Desember'10 | 00:52Í kvöld var frumsýnd myndin gleði, tár og titlar sem fjallar um knattspyrnulið ÍBV á árunum 1997-1998. Sighvatur Jónsson fréttamaður hefur síðasta árið unnið að myndinni ásamt mörgum góðum mönnum sem komu að liðinu á þessum árum. Ingi Sigurðsson leikmaður ÍBV á þessum árum fékk við tækifærið afhentan gullpening sem hann fékk aldrei eftir sigur ÍBV á Íslandsmeistaramótinu 1998.
ÍBV sigruðu KR í Frostaskjólinu í úrslitaleik um 1. sætið í deildinni 0-2. En Ingi Sigurðsson skoraði fyrra mark ÍBV en var svo borinn af velli meiddur og síðan haldið með Inga á upp á heilsugæslustöð og missti hann þar af leiðandi af verðlaunaafhendingunni. Ingi Sig fékk því aldrei gullpeninginn sinn en Jóhanness Ólafsson, fyrverandi formaður knattspyrnuráðs ÍBV og stjórnarmaður KSÍ afhenti Inga verðlaunapeninginn sinn í kvöld.
Heimildamyndin Gleði, tár og titlar skapar frábærar minningar frá þessum árum. Myndin sýnir frábæra tíma ÍBV í knattspyrnusögu Vestmannaeyinga og ættu allir Eyjamenn og ÍBV-arar að næla sér í myndina en hún er nú kominn í fulla sölu.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Vilt þú ná til Eyjamanna?
28.Júní'17Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.
Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
2.Nóvember'18Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is
Þórarinn Ingi framlengir við ÍBV
Þrjár konur sitja á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi