Lög um ábyrgðarmenn stangast á við stjórnarskrá

26.Nóvember'10 | 00:15

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands sem komst að þeirri niðurstöðu að tveir ábyrgðarmenn konu sem fór í greiðsluaðlögun skuli greiða skuldir hennar. Sparisjóður Vestmannaeyja krafðist þess að ábyrgðarmennirnir greiddu skuldir konunnar þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir því í lögum.
Sjóðurinn taldi ákvæði í lögunum andstæð stjórnarskrá. Undir það sjónarmið tók Héraðsdómur þann 13. apríl síðastliðinn og Hæstiréttur staðfestir það álit.
 
Konan, sem er 75% öryrki á fimmtugsaldri, fékk samþykkta greiðsluaðlögun í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrrahaust en hún skuldaði Sparisjóði Vestmannaeyja. Samkvæmt lögum sem sett voru í fyrra eiga ábyrgðamenn fólks sem farið hefur í gegnum greiðsluaðlögun ekki að gangast í ábyrgð fyrir skuldir viðkomandi.
 
Þetta var Sparisjóður Vestmannaeyja ekki tilbúinn að fallast á og höfðaði mál gegn bróður og tæplega áttræðri móður konunnar sem gengust í ábyrgð fyrir skuldir hennar. Í dómnum kemur fram að Sparisjóður Vestmannaeyja hafi talið að í lögum um greiðsluaðlögun fælust brot á jafnræðisreglu og meðalhófsreglu og geti löggjafinn ekki haggað við gagnkvæmum samningum nema í algjörum undantekningartilvikum.
 
Ábyrgðamennirnir þurfa því að greiða Sparisjóð Vestmannaeyja rúma eina milljón króna.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.