Síldveiðar ganga vel

24.Nóvember'10 | 22:51

Kap ve VSV

Síldveiðar hafa gengið vel, það sem af er og sílveiðiskipin eru vel á veg komin með að afla upp í kvóta ársins en hann er aðeins fjörtíu þúsund tonn þetta haustið. Líkt og undanfarin ár er megnið af síldinni veitt á Breiðafirðinum.
Í upphafi vertíðar var gefinn út tíu þúsund tonna rannsóknarkvóti fyrir íslensku sumargotssíldina en eftir að niðurstöður úr rannsóknum Hafrannsóknarstofnunar lágu fyrir var gefinn út 40 þúsund tonna heildar kvóti.
 
Veiðar hafa gengið vel það sem af er vertíðinni. Veiðarnar eru að mestu stundaðar á Breiðafirðinum en skip Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyju hafa eitthvað veitt í kringum eyjar. Að sögn Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar, forstjóra Vinnslustöðvarinnar, hefur ekkert borið á sýkingu í þeirri síld sem unnin hafi verið í stöðinni. Þar á eru menn hálfnaðir með fjögur þúsund tonna kvóta. Hjá Skinney Þinganesi er verið að vinna restina af áttaþúsund og fimmhundruð tonna kvóta en þrjú skip félagsins hafa stundað veiðarnar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.