Var sleginn þannig að hann fékk glóðarauga eftir ósætti við aðra gesti á Volcano

22.Nóvember'10 | 16:30
Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu, eins og reyndar undanfarnar vikur. Þó var eitthvað um pústra á skemmtistöðum en einungis liggur fyrir kæra í einu máli. Þá var eitthvað um það að aðstoða þurfti fólk vegna ölvunarástands þess.
Ein kæra var lögð fram vegna líkamsárásar eftir skemmtanahald helgarinnar en árásin mun hafa átt sér stað á veitingastaðnum Volcano. Þarna hafði orðið ósætt með nokkrum af gestum staðarins með þeim afleiðingum að einn þeirra var sleginn þannig að hann fékk glóðarauga.
 
Einn ökumaður var stöðvaður um helgina vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.
 
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni og var í báðum tilvikum um að ræða óhapp þar sem sá sem tjóninu olli lét sig hverfa af vettvangi án þess að tilkynna um það. Fyrra tilvikið átti sér stað þann 16. nóvmeber sl. líklega fyrir utan verslunina Krónuna. Seinna tilvikið átti sér stað þann 18. nóvember sl. í Skvísusundi. Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um þessi atvik eru vinsemlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.
 
Einn ökumaður var stöðvaður vegna hraðaksturs á Hamarsvegi og þá var einn ökumaður sektaður vegna rangs notkunar á þokuljósum auk þess sem hann hafði ekki ökuskírteini meðferðis.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is