Vængbrot Íslendingsins

Fimmtudagsþruman frá Tryggva Hjaltasyni

17.Nóvember'10 | 22:44
Þrumaðu í þig smá sjálfstrausti
Þruma dagsins er skrifuð í flugstöð Leifs Eiríkssonar klukkan 7 um morguninn og er höfundur enn eina ferðina á leið af landi brott. Það eru ákveðin tækifæri fólgin í því að ferðast einn, maður getur eignast einnota vini eins og Tyler Durdan talaði um og maður setur sjálfan sig í annað samhengi við hversdagsleika lífsins þegar maður er einn á þrumuferð milli landi í himinhvolfi jarðarinnar.
 
Já háfleigur er ég enda fullur af orku úr pitsunni sem ég fékk mér í morgunmat og ávaxta smoothie-inum með!
 
En mig langaði að skrifa um ímynd Íslendingsins í ljósi þess að ég er á ferðalagi. Ég hef orðið var við algjört vængbrot í sjálfstrausti Íslendinga út á við og stoltið og sigur ljóminn sem eitt sinn einkenndi okkar fríðu þjóð hefur horfið fyrir skömm og minnipoka hugarfari. Ég vil þess vegna benda á tvennt í þessu samhengi:
 
Í fyrsta lagi þá skammast Íslendingar sín út á við vegna þess að við höldum að allur heimurinn sé með það á hreinu að hér á landi voru ákveðin fjármálamisferli sem léku okkur illa. Þessu svara ég á þá leið að það er vissulega ákveðið mikilmennskubrjálæði fólgið í því að halda að öllum heiminum sé svona rosalega annt um okkur eða hafi yfir höfuð einhverja þekkingu á okkar málum og í því tilliti kannski enn ekki svo djúpt að rista til að finna mikilmennsku okkar. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða um það að langflestir útlendingar hafa ekki hugmynd um hvað gekk á á Íslandi og til að bæta við það að þá lentu flest ríki í slæmum málum fjárhagslega undanfarin ár og skammast sín líka sjálf og setja Íslendinga ekkert í sérstakt samhengi í þessum málum. Stærri ríki í skuldavanda eins og Grikkland, Írland og Portúgal eru að taka miklu meira athygli á þessu sviði, því get ég lofað.
 
Jökulsárlón
 
Í öðru lagi hefur íslenska þjóðin ekki enn misst flest sem skiptir höfuðmáli og hægt er að vera stolt/ur af. Við erum enn gullfalleg, gáfuð (hátt menntastig), hraust, með hreint loft og vatn, fallega náttúru og hjartahlý (eða því vil ég a.m.k. trúa), svona mætti áfram telja.
 
Í ljósi þessa sjálfsstyrkingar og hughreystingar sem ég er að stunda hérna í einrúmi á Keflavíkurflugvelli þá ætla ég að bera höfuðið hátt út í vél og verða kokhraustur, myndarlegur og geislandi þegn íslenska ríkisins í Lissabon Portúgal og segja NATO bandamönnum okkar frá því hvað við erum nú enn falleg, klár og skemmtileg hérna á landinu fagra, þá sérstaklega á Perlunni í suðri, þá vilja þeir líka kannski koma í heimsókn og koma með dýrmætan gjaldeyri með sér!
 
Kokhraust kveðja
 
Myndarlegi Íslendingurinn Tryggvi
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.