Bæjarráð Vestmannaeyja :

Viðbrögð við byrjunarörðugleikum í Landeyjahöfn

16.Nóvember'10 | 16:26
Fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá því núna í hádeginu þar sem ma. var fjallað um málefni Landeyjahafnar.  Eins og þar kemur fram fögnum þau því að allra leiða á að leita til að vinna höfnina hratt og örugglega út úr byrjunarörðugleikum.  Engu að síður viljum þau leggja höfuð áherslu á ferðaöryggi í millibils ástandinu – á meðan enn er glímt við byrjunarörðugleika.  Næst stærsti þéttbýliskjarni á Íslandi utan suðvestur hornsins getur ekki búið við að samgöngur falli ítrekað niður eins og nú er, jafnvel þótt um sé að ræða tímabundna byrjunarörðugleika.
Í ljósi þess hversu miklir byrjunarörðugleikarnir eru teljur bæjarráð að sem sagt afar brýnt að verkferlar verði aðlagaðir þeim veruleika sem við stöndum nú frammi fyrir. Fram á vor á höfnin eftir að lokast öðruhverju og ferðir að falla niður í talsvert meira mæli en gert var ráð fyrir þegar núverandi verkferlar voru ákveðnir. Samfélagið má ekki búa við þá miklu óvissu sem nú er og ótti fólks og fyrirtækja við frátafir er skaðlegur. Framleiðslufyrirtæki og farþegar verða að búa við meira ferðaöryggi. Því leggja þau til að það verði tryggt að Herjólfur sigli ætíð kl. 07:30 og 15:00. Þegar ekki er fært í Landeyjahöfn verði siglt í Þorlákshöfn. Þá leggjur bæjarráð einnig til að ákvörðun um það í hvora höfnina er siglt liggi alfarið hjá skipstjórum og það sé ekki háð samþykki Vegagerðarinnar þegar tekin er ákvörðun um að sigla í Þorlákshöfn. Þau leggja einnig til að þegar gefur til siglinga í Landeyjahöfn verði áætlun breytt þannig að fleiri ferðir verði farnar í björtu og í staðin verði seinasta ferðin feld úr áætlun. Að lokum leggur bæjarráð mikla áherslu á að upplýsingagjöf til farþega verði stóraukin og þar má taka flugfélögin sér til fyrirmyndar.
 
 
Landeyjahöfn er gríðarleg samgöngubót fyrri Vestmannaeyjar og jafnvel þótt við glímum við meiri byrjunarerfiðleika en vonast var til langar fáa að fara til baka yfir í langar og erfiðar siglingar í Þorlákshöfn. Vilja þau að einfaldlega að ríkinu sé gefið vinnufrið til að klára þetta mikilvæga verk og tryggja að á meðan verði samgöngur eins tryggar og góðar og aðstæður gera kleift.
 
 
 
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.