Ósáttir við færslu ósa Markarfljóts

16.Nóvember'10 | 21:18
Skipulagsstofnun hefur ekki borist erindi frá Siglingastofnun um færslu ósa Markarfljóts vegna Landeyjahafnar. Að mati Skipulagsstofnunar er framkvæmdin tilkynningaskyld. Bóndinn á Seljalandi er ósáttur við að hafa ekki fengið upplýsingar um málið og óttast flóðahættu verði af framkvæmdinni.
Samgönguráðherra samþykkti í gær þrjár tillögur Siglingastofnunar vegna framkvæmda við Landeyjahöfn. Sú sem hefur vakið hvað mest umtal er sú hugmynd að færa ósa Markarfljóts austur um tvo kílómetra. Hjá samgönguráðuneytinu er það ítrekað að ráðherra hafi lagt blessun sína yfir málið, að því gefnu að það færi í eðlilegt ferli. Siglingastofnun hefur hins vegar ekki tilkynnt framkvæmdina til Skipulagsstofnunar.
 
Rut Kristinsdóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs hjá Skipulagsstofnun, segir allt að fjórar vikur geta liðið þar til ákvörðun verður tekin um hvort nýir flóðvarnargarðar vegna flutnings ósa Markarfljóts þurfa að fara í umhverfismat. Framkvæmdin sé tilkynningaskyld vegna tveggja atriða. Annars vegar sé framkvæmdin breyting frá upphaflegum framkvæmdum, hins vegar sé hugsanlegt að flóðvarnargarðarnir muni nái inn á verndarsvæði sveitarfélagsins.
 
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangarþings eystra, segist ekki fullviss um hvort varnargarðarnir muni ná inn á svæði sem nýtur svokallaðrar hverfisverndar. Málið verði skoðað nánar og búið sé að boða til fundar á mánudaginn með landeigendum og fleirum.
 
Kristján Ólafsson, bóndi á Seljalandi, er einn landeigenda sem eru ósáttir við hugmyndirnar. Hann segist fyrst hafa heyrt af málinu í fjölmiðlum í gær. Honum hugnast ekki að færa Markarfljótið austar vegna hugsanlegrar flóðahættu.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.