Betra útlit fyrir Landeyjahöfn

16.Nóvember'10 | 23:00
Vel lítur út með siglingar Herjólfs til Landeyjahafnar í dag, að sögn Guðmundar Pedersen rekstrarstjóra Eimskips í Vestmannaeyjum. Skipið sigldi til Þorlákshafnar í gær vegna óvissu um það hvort Landeyjahöfn yrði fær.
 
Síðasta ferð Herjólfs var felld niður í fyrra dag og allar ferðirnar til Landeyjahafnar í gær. Ástæðan var sögð veður og ölduhæð.
 
Lóðsinn í Vestmannaeyjum fór til Landeyjahafnar í gær, án vandkvæða.
 
Guðmundur segir að í suðaustanáttum brotni aldan illa við hafnarkjaftinn. Því hafi ferðinni verði aflýst í fyrra dag og fyrstu ferðunum í gær.
 
Fyrirhugað var að sigla til Landeyjahafnar síðdegis í gær en Guðmundur segir að staðan hafi verið metin þannig að tæpt væri að höfnin yrði fær. Þess vegna hefði verið gripið til þess ráðs að sigla til Þorlákshafnar, til þess að þeir sem treystu á skipið kæmust örugglega á milli í dag.
 
Hann er bjartsýnn um að siglt verði til Landeyjahafnar á eftir 7:30.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is