Unnið skemmdir á ljósum við bátahús á skansinum

15.Nóvember'10 | 18:13
Eins og í síðustu viku var frekar rólegt hjá lögreglu, fyrir utan þennan venjulega eril sem fylgir skemmtanahaldi, en rólegt var á og í kringum skemmtistaði bæjarins um helgina. Dagbók lögreglu má lesa nánar í frétt.
Ein eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið en um er að ræða skemmdir á ljósum við bátahús sem stendur við Skansinn en ljósin eru notuð til að lýsa upp húsið. Ekki er vitað hvenær skemmdirnar voru unnar né hver eða hverjir þarna voru að verki. Lögreglan óskar eftir upplýsingum sem leitt gæti til þess að upplýsa málið.
 
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið. Skömmu fyrir hádegi þann 9. nóvember sl. varð árekstur á gatnamótum Faxastígs og Heiðarvegar. Þarna hafði fjórhjól sem ekið var norður Heiðarveg lent á bifreið sem ekið var vestur Faxastíg inn á gatnamótin. Ökumaður hjólsins kastaðist af hjólinu við áreksturinn en mun hafa sloppið við alvarleg meiðsl. Hann var samt sem áður fluttur á Heilbirgðisstofnun Vestmannaeyja til skoðunar en fékk að fara heim að skoðun lokinni. Ökumaður bifreiðarinnar slasaðist ekki í árekstrinum. Fjórhjólið og bifreiðin eru töluvert skemmd eftir áreksturinn.
 
Hin tvö óhöppin voru í báðum tilvikum árekstur þar sem sá er tjóninu olli hvarf af vettvangi án þess að tilkynna um þau. Í öðru tilvikunu var ekið utan í bifreið sem lagt var við Krónuna, en í hinu tilvikinu var ekið utan í bifreið sem lagt var við Strembugötu 15. Bæði þessi atviki áttu sér stað þann 12. nóvember sl.
 
Tveir ökumenn fengu sekt fyrir brot á umferðarlögum í vikunni sem leið. Í öðru tilvikinu var um hraðakstur að ræða en í hinu tilvikinu var um að ræða ranga notkun á þokuljósi og akstur án þess að hafa ökuskírteini meðferðis.
 
Lögreglan vill í tilefni af umferðaróhappi á gatnamótum Faxastígs og Heiðarvegar skömmu fyrir hádegi þann 9. nóvember sl. benda akandi vegfarendum á að aka ekki inn á slysavettvang nema með leyfi lögreglu. Það gefur auga leið að meðan unnið er á vettvangi slyss þá er ekki hægt að óviðkomandi séu að aka þar um og valda þannig hugsanlegri slysahættu og spilla vettvangi.
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.