Brynjar Gauti Guðjónsson semur við ÍBV

15.Nóvember'10 | 13:21
Brynjar Gauti er ungur og efnilegur leikmaður sem kemur frá Viking Ólafsvík. Þrátt fyrir ungan aldur var Brynjar Gauti fyrirliði Viking Ó og U-19 Íslenska landsliðins. Brynjar er talinn vera einn efnilegasti leikmaður Íslands en hann á að baki um 10 leiki með yngri landsliðum Íslands þar sem Brynjar er fyrirliði U-19 . Brynjar Gauti gerir þriggja ára samning við ÍBV.
 
Brynjar hefur spilað með meistaflokki Víkings Ólafsvíkur frá 2007 spilað með þeim 61 leiki og skorað í þeim 6 mörk. Brynjar Gauti spilar í vörninni og sem miðjumaður.
 
Brynjar Gauti er þriðji leikmaðurinn sem kemur til ÍBV fyrir komandi tímabil. Ásamt Brynjari hefur ÍBV fengið til sín Guðmund Þórarinsson frá Selfossi og Ian Jeffs frá Val.
 
ÍBV spilar æfingarleik við KR í Eigilshöll klukkan 18:30 þar sem nýju leikmennirnir muna spila með ÍBV. Brynjar Gauti er þó eini af þeim sem hefur ekki spilað áður fyrir ÍBV, Guðmundur spilaði fyrir ÍBV gegn HK um daginn og Ian Jeffs hefur leikið með ÍBV oft áður.
 
 
 
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.