Stjórnlagaþing:

Rætt við Tryggva Hjaltasson frambjóðanda

14.Nóvember'10 | 20:23
Eyjar.net ætlar að halda áfram að kynna frambjóðendur til stjórnlagaþings sem eru frá Vestmannaeyjum. Í þessu viðtali er rætt við Tryggva Hjaltasson á svipan.is. Viðtalið má lesa hér að neðan. Númer Tryggva: 7638 . Tryggvi er ekki óvanur okkur á eyjar.net en hann skrifar vikulega fimmtudagsþrumuna sem nýtur mikila vinsælda. 
 

Nafn: Tryggvi Hjaltason

Fæðingarár: 1986

Starf og/eða menntun: Útskrifaður sem öryggismála- og greiningarfræðingur frá Embry Riddle í Bandaríkjunum og stunda núna nám í Hagfræði/fjármálum við HÍ

Hagmunatengsl: Enginn, nema að vera Vestmannaeyingur séu hagsmunatengsl.

Tengsl við flokka eða hagsmunasamtök: Er ekki og hef aldrei verið flokksbundinn.

Ertu í einhverjum nefndum, ráðum eða stjórnum? Nei

Maki: Guðný Sigurmundsdóttir

Starf maka: nemi

Hagsmunatengsl maka: enginn

Hefur þú lesið stjórnarskrá Íslands?

Hefur þú lesið stjórnarskrár annara ríkja? Já, er vel kunnugur þeirri bandarísku og hef lesið þá norsku og dönsku, svo að sjálfsögðu Magna Carta.

Hefur þú lesið skýrslu rannsóknarnefndar alþingis? Hef ekki lesið hana alla en gluggað í ákveðna hluta sem ég vildi kynna mér.

www.tryggvihjalta.is

Hverjar eru helstu hugmyndir þínar um breytingar á stjórnarskránni?

Hvers vegna viltu á stjórnlagaþing?

Helsta ástæða framboðsins er sú að ég hef áhyggjur af því að góðri stjórnarskrá okkar verði breytt í flýti eða reiði. Það hefur t.d. aldrei verið sýnt fram á að bankahrunið eða önnur stórvandamál okkar Íslendinga megi rekja til galla í stjórnarskránni. Mig grunar að margir sjái þetta sem tækifæri til að koma inn einhverju sem á ekki heima í stjórnarskrá.

Ég tel að stjórnarskráin eigi eins og hún gerir í dag að vernda fullveldisrétt okkar og sjálfstæði á fullnægjandi hátt.

Einnig hef ég áhyggjur af umræðunum um auðlindir landsins og vil standa vörð um það að auðlindir okkar Íslendinga geti skilað landinu hagnaði og sé hægt að nýta á arðbæran hátt. Sjálfbærni er að sjálfsögðu einnig mikilvæg í þessu samhengi.

Eftirfarandi eru þeir punktar sem ég hef tekið saman og sendi inn með framboðsgögnum um af hverju ég vil bjóða mig fram:
• Góðum ákvæðum stjórnarskráarinnar og grundvallargildum sé ekki breytt í flýti eða reiði.
• Stjórnarskráin sé skýr og auðskilin og gefur ekki rými til mistúlkunar.
• Hlutverk forseta sé skýrt og ótvírætt.
• Ríkisstjórn séu sett valdmörk til að tryggja réttindi borgaranna.
• Ríkisstjórnin er fyrir þjóðina en ekki öfugt.
• Stjórn Íslendinga á eigin málum sé tryggð með sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar.
• Stjórnskipanin verður að tryggja réttaröryggi og stöðugleika við meðferð ríkisvalds og pólitíska kerfið á Íslandi verður að endurspegla vilja þjóðarinnar.
• Stuðlað sé að sátt um eignarhald á auðlindum þjóðarinnar með sjálfbæra og arðbæra nýtingu að leiðarljósi.

Fengið af http://www.svipan.is/

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.