Eitt og annað úr Eyjum

Þorkell Sigurjónsson bloggar;

14.Nóvember'10 | 19:59
Handboltavertíðin er byrjuð hér í Eyjum og sýnir öllum þessar fyrstu vikur tímabilsins, að við erum fremstu röð í handboltans, að getu, bæði hjá konum og körlum. Þar sem bloggari er ekki lengur að vinna í íþróttarmiðstöðinni, hefi ég ekki fylgst eins vel með og áður. En allir gera sér grein fyrir að grasrótin í íþróttum er það, mikilvægasta og að vel sé að þeim hlúð, framtíðarsýn mörkuð og ekki hvað síst, að þjálfarar séu góðir og samviskusamir.
 
Þetta viljum við sjá hérna í Eyjum.
 
Knattspyrnuhúsið er við það að verða tilbúið til notkunar og enginn velkist þar í vafa um gildi þess og þar á bæjarfélagið heiður skilið fyrir góða framgöngu. Ekki aðeins fyrir þá sem æfa á keppnisforsendum, heldur einnig fyrir almenning, sem fær þarna skjól fyrir vetrinum til liðkunar og upplyftingar fyrir sál og líkama.
 
Hægt gengur, að safna liði fyrir næsta sumar í knattspyrnunni. Reyndar eru tveir frábærir komnir til sögunnar, þeir Ian Jeffs og Guðmundur frá Selfossi. Ekki má svo gleyma þeim sem fyrir eru og voru að gera það gott í sumar og verða bara öflugri á næsta ári, en betur má ef duga skal. Von mín er, miðað við árangurinn í sumar og hversu nálægt við vorum að verða Íslandsmeistarar, takist það á næsta tímabili.
 
Þrátt fyrir að ég var lengst af sumarsins erlendis og samt náðist þetta góður árangur, er kannski spurning um það, að ÍBV kaupi mig til að verða barasta allt næsta sumar á erlendri grundu !
 
 
Í síðasta bloggi mínu um sérstæða menn, kom fram ráðlegging manns, að best sé að vera hlutlaus í pólitíkinni! Þessi ágæti" karakter", Haukur pressari ráðlagði á sínum tíma, Pétri Péturssyni útvarpsþuli, að vera alveg hlutlaus og ganga í félag sjálfsstæðismanna og kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Ástæða þessara sérstæðu ráða að sögn Hauks voru, að best sé að hætta því alveg að skipta sér af pólitík, það sé ömurlegt. Menn tapi bara á því og það sé tóm vitleysa. Það sé best að vera hlutlaus. Þá verður enginn reiður við mann. Það er ömurlegt að láta alltaf vera að skamma sig, sagði Haukur pressari.
 
 
Það má segja með öllum munninum, að hann Haukur pressari hafði þó nokkuð til síns máls, eða hvað ?
Hér í Eyjum hefur lengst af ráðið bæjarmálum, Sjálfsstæðisflokkurinn. Ekki nóg með það, allir helstu póstar í atvinnumöguleikum fyrir okkur hérna í Eyjum, eru í höndum yfirlýstra flokksmanna, Sjálfsstæðisflokksins.
 
Þannig, að staðan verður þannig því miður, að enginn venjulegur maður, sem ekki getur veifað bláu flokkskírteini, þorir hreinlega ekki að tjá sig, né andmæla nokkru í þessum ágæta bæ okkar.
 
 
Varnaðarorðin hans Hauks pressara virðast eiga svo sannarlega upp á pallborðið hérna í Eyjum, því miður. Kannski færi best á því, að ég og allir aðrir, stein héldum kjafti.. Samt er það svo, að ég er í engu skapi til að láta kyrrt liggja ýmislegt, sem okkur varðar hér í Eyjum.
 
 
Um daginn bloggaði ég smávegis um það, sem að kvóta lítur. Engin viðbrögð, þrátt fyrir að það sé um líf eða dauða þessa bæjarfélagsins að ræða. Ég fullyrti, að óbreytt fiskveiðistefna gæti gert okkur hér algjörlega berstrípuð atvinnulega, ef stærstu eigendur kvótans hér í Eyjum, tækju allt í einu upp á því, að selja hann hæstbjóðanda, eins og nærri því gerðist fyrir rúmlega þremur árum síðan.
 
 
Fyrir stuttu síðan hnaut ég um ætlan bæjaryfirvalda, að nú skuli hætta að skipta við einkaaðila með kerfisfræði þjónustu.. Sem sagt, nú á að Sovétvæða hjá bænum. Svolítið hlálegt þar sem flokkurinn, sem vill frelsi á öllum sviðum skuli nú reyna að drepa niður einkaframtakið. Auðvitað er virðingarvert að reyna að spara, en reyndi bæjarfélagið, að bjóða út kerfisþjónustu fyrir bæinn ?
 
 
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.