16 liða úrslit Eimskipsbikarsins

ÍBV/B tekur á móti Íslandsmeisturum Hauka á morgun

12.Nóvember'10 | 13:44
ÍBV/B tekur á móti Íslandsmeisturum Haukum á morgun í Vestmannaeyjum. Leikurinn hefst klukkan 16:00. Þetta verður leikur ársins. Lið ÍBV/B er ekkert djók.. Þar eru menn eins og, Sigmar Þrötur, Þórarinn Ingi, Daði Páls, Elliði bæjó og Svavar bróðir, Björgvin Rúnars, Haraldur Hannessar og mun Addi P þjálfa liðið en hann er fyrrverandi fyrirliði íslandsmeistara Hauka. Eyjar.net heyrði í Jens Kristni björgunarsveitargúru í morgun og spurðum hann út í leikinn.
Hvernig er svo stemmingin í liðinu fyrir stór leikinn á morgun? „Mórallinn í liðinu er til fyrirmyndar þó svo að sumir leikmanna ÍBV/B sé í bænum og aðrir hér í Eyjum.“
 
Er liðið í æfingu? „Æfingar fyrir leikinn hófust strax eftir síðasta leik í bikarnum, og höfum við æft 2 á dag til að hafa menn í sem besta formi fyrir komandi átök.“
 
Þegar við spurðum Jens afhverju fólk ætti að mæta á leikinn á morgun varð hann hálf móðgaður og sagði: „Af hverju? Þetta er nú óþarfa spurning því allir vita að leikurinn verður frábær skemmtun fyrir áhorfendur. Boðið verður uppá eitthvað fjör í hálfleik svo að áhorfendur þurfi ekki að bíða eftir síðari hálfleiknum, sett hefur verið á fót sérstök markvörslukeppni milli Sigmars Þrastar og Birkirs Ívars um gulu markmannsbuxurnar sem þeir báðir hafa verið þekktir fyrir að spila í þannig að það verður frábær stemmning í höllinni og viljum við hvetja sem flesta til að mæta og styðja okkur í því að stríða Haukaliðinu og hvetja okkur áfram til sigurs.“
 
Liðið spilaði frábærlega síðast og menn velta sér fyrir því hvort við sjáum sama lið og síðast? „Eitthverjar breytingar hafa átt sér stað í liði ÍBV/B þar má helst nefna að Sigmar Þröstur kemur inn og spilar aftur eftir 15 ára hlé Sindri Haralds og Halli Hannessar koma einnig inn en á móti kemur þá detta út þeir Pálmi Harðarson sem þorði ekki að taka þátt og Nonni Loga verður á hafinu bláa.“
 
Á ÍBV/B möguleika gegn sterku liði Haukum? Ef við lítum á liðin þá hafa Haukarnir miklu betra lið á pappírunum, en hvenær hafa pappírarnir unnið? „Það geta allir unnið alla þetta er allt undir dagsforminu komið, svo áttu Haukar held ég leik í gær og eiga svo að spila aftur á miðvikudaginn þannig að það verður góð spurning hvort eitthverjir af lykilmönnum þeirra verði hvíldir.“
 
Í Haukum eru bæði Eyjamenn og leikmenn sem hafa spilað fyrir ÍBV. Jens og strákunum hlakka eflust til að að mæta einhverjum ákveðnum úr Haukum.. „Ætli ég verði ekki að segja að mig hlakki mest til að mæta Bjögga Hólmgeirs þar sem hann er skíthræddur við að koma á þennan sterka heimavöll sem við Eyjamenn höfum uppá að bjóða.“
 
Það eru ekki mörg lið í heiminum sem hafa spilandi bæjarstjóra í sínu liði. Jens var sammála um að það verði athyglisvert að fylgjast með honum: „Það verður að segjast eins og er að það verður athyglisvert að fylgjast með bræðrunum þeim Elliða Bæjó og Svavari, einnig verður gaman að sjá Þórarin Inga spreyta sig á handboltavellinum því það var ekkert að marka takta hans í seinasta leik. En ef á heildina er litið þá held ég að það sé bara allt liðið sem verður athyglisvert að fylgjast með.“
 
Bræðurnir Elliði og Svavar voru markahæðstir þegar ÍBV lagði Spyrnir í síðasta leik. Svavar skoraði 11 mörk en Elliði skoraði 10 mörk. Jens var ekki viss hvað mörg mörk Elliði myndi skora á morgun en sagði keppnina milli þeirra bræðra yrði til staðar á morgun: ? „Úfff það er erfitt að spá fyrir um það hversu mörg mörk hann muni skora þar sem að þeir bræður gera alltaf keppni úr öllu þá verður háð hörð barátta á milli þeirra í markaskoruninni og ætla ég því að segja að ef að Svavar verður góður við bróður sinn og opnar fyrir hann færi í leiknum þá mun Elliði skora svona 6 mörk en Svavar mun bara hjálpa honum að skora ef að hann verður kominn með fleiri mörk.“
 
Við enduðum spjallið við Jens á spurningum sem vörum allra landsmanna. Bikarinn til Eyja? „Að sjálfsögðu stefnum við á að koma bikarnum til Eyja, Þegar úrslitaleikurinn fer fram þá held ég að það séu 20 ár síðan karlalið í meistaraflokki á vegum ÍBV hafi unnið síðast bikarkeppnina þannig að það er kominn tími til að bikarinn komi aftur til Eyja.“
 
Allir á völlinn á morgun og áfram ÍBV.
 
 
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).