Handbolti

ÍBV tekur á móti Víkingum á morgun

12.Nóvember'10 | 22:18
Eyjamenn munu á morgun, laugardag, leika gegn Víkingum í 1.deild karla. Leikurinn fer fram klukkan 13:00.
ÍBV er sem stendur í efsta sæti deildarinnar með 10 stig (4 sigrar-2 jafntefli- 0 töp) og ætlunin er að vera þar eftir þennan leik.
Víkingar eiga sér glæsta sögu í íslenskum handknattleik. Á áttunda áratugnum voru þeir sannkallað stórveldi og voru þá Íslandsmeistarar árin 1980,81,82,83,86 og 87 og bikarmeistarar 83,84,85 og 86. Á þessum tíma léku með liðinu...
 
..kempur eins og Þorbergur Aðalsteinsson, Viggó Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson sem allir eiga það sameiginlegt að hafa þjálfað íslenska landsliðið. Klúbburinn hefur aldrei eftir þetta, þrátt fyrir nokkrar góðar tilraunir, náð þessum hæðum.
 
Leikmenn sem hafa leikið með báðum liðum eru m.a.
Þorbergur Aðalsteinsson (reyndar með Þór)
Björgvin Þór Rúnarsson
Helgi Bragason
Birkir Ívar Guðmundsson
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Valgarð Thoroddsen
Gunnar Sigurðsson
Sigurður Bragason
Reynir Hjálmarsson (spilaði í yngri flokkum ÍBV)
Eymar Kruger
Sindri Ólafsson
Benedikt Steingrímsson
 
 
Víkingar eru sem stendur í 6. sæti með 4 stig (2 sigrar- 0 jafntefli – 4 töp). Þeir misstu töluvert af leikmönnum fyrir núverandi tímabil og þurftu nánast að byggja nýtt lið frá grunni. Þrátt fyrir það hafa þeir átt góða leiki og töpuðu td. fyrir Gróttu (sem eiga víst að vinna þessa deild) með aðeins einu marki á útivelli, 28-29.
 
 
Þjálfarateimi Víkinga er ekki af lakari taginu, en það eru þeir Róbert Sighvatsson og Guðmundur Hrafnkelsson. Saman hafa þeir leikið 567 A-landsliðsleiki fyrir Ísland. Guðmundur er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi með 407 leiki og Róbert með 160. Það ætti því að vera hægt að taka nokkuð mikið úr reynslubankanum hjá þeim félögum.
 
 
Lykilleikmaður Víkinga er hinn örvhenti Sverrir Hermannsson (þó ekki bankastjóri). Sverrir lék í fyrra með HK við góðan orðstír . Það sem einkennir lið Víkinga er að þarna eru líkamlega mjög sterkir strákar sem láta vel finna fyrir sér.
 
 
Leikir ÍBV og Víkinga síðan árið 2004 hafa verið 10 talsins. ÍBV 6 - jafntefli 0 – Víkingar 4.
 
 
Það er nokkuð ljóst að okkar strákar verða að leika á fullum krafti á móti þessu liði og eiga góðan leik. Gerum við það hinsvegar og verði stuðningsmenn okkar jafn duglegir og þeir hafa verið til þessa EIGUM við að taka 2 stig á heimavelli og tryggja stöðu okkar enn frekar á toppnum!
 
 
Allir í höllina á morgun!!!
Áfram ÍBV!
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.