Bergvin Oddsson vill heyra í sunnlendingum

9.Nóvember'10 | 14:14
Bergvin Oddsson 24 ára Vestmannaeyjingur, búsettur nú á Akureyri hefur gefið kost á sér til Stjórnlagaþings sem kosið verður til þann 27. nóvember nk.
Bergvin ætlar að þeysast um Suðurlandið nú í lok vikunnar og ræða við Sunnlendinga um sitt framboð og ekki síst að hlusta á fólk og heyra þeirra skoðanir á stjórnarskránni.
 
Bergvin ætlar að hefja leikinn í Sunnlenska bókakaffinu á fimmtudag 11.nóv á milli klukkan 12 og 13. Næsti viðkomustaður verður svo Cafe Thor á Hellu. Þar ætlar Bergvin að heyra í Rangæingum frá klukkan 17. Fimmtudagskvöldinu ætlar hann svo að ljúka á Cafe Thor með uppistandi með svörtum húmor og blindrabröndurum.
Á föstudag ætlar Bergvin að fara í sinn heimabæ Vestmannaeyjar og hitta Eyjamenn á veitingarstaðnum Fjólunni á hádegisfundi. Á föstudagskvöld ætlar Bergvin svo að hitta unga Eyjamenn á veitingarstaðnum Volcano cafe frá 21.
 
Fyrir hvað stendur Bergvin
Bergvini eru mannréttindi hugfanginn og telur hann mikilvægt að skerpa þann kafla. Þar má nefna rétt fólks til náms á öllum skólastigum og að allir njóti jafnréttis, fatlaðir. Mannréttindakaflinn á að vera fyrsti kafli nýrrar Stjórnarskrár, að mati Bergvins.
Bergvin telur að það þurfi að lengja ráðherraábyrgð úr þremur árum í átta ár. Það er gjörsamlega óskiljanlegt af hverju ráðherrar þurfi ekki að bera ábyrgð af nema hluta úr kjörtímabilinu sínu segir Bergvin.
Einnig telur Bergvin að Ísland eigi að vera eitt kjördæmi. Því þá hættir hrepparígurinn. Þingmenn þurfa þá jafnt mörg atkvæði á bak við sig óháð búsetu og þá fengju kjósendur loksins að kjósa fólk en ekki flokka. Hvernig væri ef þingmenn að sunnan myndu beita sér fyrir Vaðlaheiðargöngum og þingmenn að norðan myndu beita sér fyrir álversuppbyggingu í Helguvík.
 
Hver er Bergvin Oddsson.
Bergvin er fæddur í Vestmanneyjum þann 16. apríl árið 1986. Þar sleit hann barnsskónum, þangað til hann hóf nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð haustið 2002. Þaðan lauk hann stúdentsprófi vorið 2008. Ámenntaskólaárunum rak Bergvin m.a vínheildsölu og fór til Bretlands sem sjálfboðaliði. Bergvin hefur verið virkur í starfi Blindrafélagsins og hjá félagi Langveikra ungmenna sl. ár.
Bergvin er líka mikið til lista lagt og er oft kallaður Beggi Blindi, en það nafn fékk hann þegar Bergvin hóf að skemmta Íslendingum til sjávar og sveita. Bergvin hefur líka gefið frá sér tvær bækur. Eina unglingaskáldsögu og reynslusögu af því hvernig það er að eiga von á barni og bera ábyrgð á ósjálfbjarga einstaklingi. Bergvin er í sambúð með Fanný Rósu Bjarnadóttur hjúkrunarfræðinema og eiga þau soninn Odd Bjarna 18 mánaða.
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.