Jákvæð vika í Vestmannaeyjum í gangi

8.Nóvember'10 | 22:35

Barnaskóli

Við í Grunnskóla Vestmannaeyja erum að vinna eftir uppeldisstefnu sem heitir ,,uppeldi til ábyrgðar“ þar sem mikil áhersla er lögð á jákvæð samskipti. Í vor tókum við eina viku þar sem við æfðum okkur að segja já eins oft og mögulegt var og skapaðist góður andi meðal starfsmanna. Núna langar okkur að stíga enn lengra og hafa jákvæða viku í Vestmannaeyjum í samstarfi við allar stofnanir bæjarins sem og fréttamiðlana okkar.
Vinnureglan í samskiptum er þessi:
 
1. Segja já eins oft og hægt er
2. Ef þú getur ekki sagt já, segðu þá já ef …
3. Þegar þú segir nei, ekki skipta þá um skoðun – stattu við það sem þú segir.
 
 
Dæmi:
 
Dóra viltu keyra mig heim? Já ef ég væri á bíl.
 
Dóra megum við fara í frímínútur? Já þegar tíminn er búinn.
 
Mamma má ég fá nammi? Já á laugardaginn.
 
Mamma viltu skutla mér á æfingu? Já þegar þú ert búin að taka til í herberginu þínu.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is