Handbolti:

Strákarnir komnir í efsta sæti

Stelpurnar gerðu jafntefli gegn HK

7.Nóvember'10 | 22:14
ÍBV spilaði við ungmennalið FH í dag og endaði leikurinn 26-27 fyrir ÍBV. ÍBV byrjaði leikinn af krafti og vörnin var vel með á nótunum í byrjun leiks með góðri markvörslu Kolla. FH-ingar voru þó sprækir og héldu alltaf í við okkar menn. Í seinni hálfleik jöfnuðu þeir svo og komust yfir en ÍBV kom til baka með góðri vörn og markvörslu. Í lokin vorum við með 2 marka forskot þegar tvær mínútur voru eftir.
FH-ingar minnkuðu muninn í eitt mark. ÍBV var með boltann síðustu mínútu leiksins og héldu haus og spiluðu út leikinn. Góður útisigur á FH-U staðreynd sem gerir það að verkum að ÍBV er eitt á toppnum með 10 stig og eina taplausa liðið í deildinni.
Sigurinn í dag var sigur liðsheildarinnar og lögðu allir sitt af mörkum í þennan leik. Vignir var öflugur í hraðaupphlaupunum og Teddi kom sterkur inn í fyrri hálfleik. Varnarlega vorum við að spila vel í 35-40 mínútur og það dugði í dag. Kolbeinn var með yfir 20 skot varin og er það vel ásættanlegt.
 
Stelpurnar spiluðu gegn HK í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Leiknum lauk með 27-27 marka jafntefli. Markahæðst var Guðbjör Guðmannsdóttir með níu mörk.
 
 
 

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.