Sigurður Einarsson hefði orðið sextugur 1. nóvember

Brjóstmynd af Sigurði afhjúpuð í Ísfélaginu

4.Nóvember'10 | 13:26
Mánudaginn 1. nóvember 2010 hefði Sigurður Einarsson, fyrrverandi forstjóri Ísfélags Vestmannaeyja orðið sextugur. Af því tilefni var afhjúpuð af honum virðuleg stytta sem staðsett verður við skrifstofuhúsnæði Ísfélagsins á Strandvegi en Sigurður lést 4. október 2000.
Það var barnabarn Sigurðar og alnafni sem afhjúpaði styttuna með hjálp frænda síns og sonar Sigurðar, Kristni Sigurðssyni.
 
Systkini Sigurðar og fjölskylda hans voru viðstödd afhjúpunina ásamt mörgum vinum, ættingum og samferðarfólki Sigurðar.
 
Einar Sigurðsson elsti sonur Sigurðar flutti ræðu af þessu tilefni sagði frá lífshlaupi föður síns og uppbyggingu og fyrstu starfsárum Ísfélagsins. Jafnframt tilkynnti hann um rausnarlegan fjárstyrk til Krabbameinsfélag Vestmannaeyja.
 
Brjóstmyndin af Sigurði er eftir Ragnhildi Stefánsdóttir.
 
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.