Eyjamenn gera ráð fyrir 15% samdrætti í útsvarstekjum m.a. vegna pólitískrar óvssu í málefnum sjávarútvegs

4.Nóvember'10 | 13:08
Í gær fjallaði bæjarráð Vestmannaeyja um forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011. Bæjarráð sá sig tilknúið að gera ráð fyrir 15% samdrætti í áætluðum útsvarstekjum. Þar ræður miklu sú pólitíska óvissa og skaðleg stefna ríkisstjórnar í sjávarútvegsmálum.
Seinustu ár hefur rekstur Vestmannayjabæjar gengið nokkuð vel. Þar hefur tvennt ráðið mestu. Annarsvegar sú staðreynd að Vestmannaeyjabær hélt að sér höndum í þenslunni og nýtti góðærið til að greiða niður lán. Vestmannaeyjabær hefur nú greitt um 65% af lánum sínum á þremur árum og fer því skuldlétt inn í erfiðan tíma. Hitt sem ekki skiptir minnu er að staða sjávarútvegsins hefur verið sterk og þá ekki síst vegna sóknar í nýja stofna og vinnslu nýrra afurða. Þá hefur útflutningur styrkst vegna gengisþróunar.
 
Nú horfir hinsvegar svo við að pólitísk óvissa og skaðleg stefna ríkisstjórnar í sjávarútvegsmálum mun að öllu óbreyttu draga mjög úr sóknarfærum sjávarútvegsins. Hótun um eignaupptöku verður til þess að fyrirtæki halda að sér höndum og bætast þar með í hóp annarra atvinnugreina sem frjósa föst í hinu pólitíska frosti. Með hótunum um fyrningu og öðrum skaðlegum leiðum beinir ríkisstjórnin höfuðborgarkreppunni á landsbyggðina. Sérstaklega er vont til þess að vita að mesti skaðinn fyrir Vestmannaeyjar og aðrar sjávarbyggðir í efnahagsþrengingunum er tilkominn vegna pólitískra ákvarðana sem hægt er að komast hjá. Það verður að viðurkennast að við í sjávarbyggðunum eigum bágt með að skilja afhverju ríkisstjórn sér núverandi ástand æskilegt til að ráðast til atlögu við arðbæra atvinnugrein. Við viljum auðvitað hvetja alþingismeanna og ríkisstjórn alla til að víkja deilum um grundvallar atvinnuveginn til hliðar á meðan landið vinnur sig úr hinum bráða efnahagslega vanda. Næg eru deiluefnin þótt einhverju sé hlíft. Kvótakerfið er sannarlega ekki fullkomið og það bæði má og þarf að breita því með hagsmuni íbúa í sjávarbyggðum í huga. Núverandi efnahagsástandástand og pólitísk sundrun í landinu er hinsvegar ekki rétti tíminn til þess. Með því fá gefa sjávarútvegnum starfsfrið fá Íslendingar allir betur nýtt þau miklu tækifæri sem fylgja þjóðarauðlyndinni öllum til velmegunar.
 
Samþykkt bæjarráðs var sem hér segir:
 
Forsendur fjárhagsáætlunar 2011
 
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011. Fyrir liggur m.a. að gert verði ráð fyrir a.m.k. 15% samdrætti í útsvarstekjum. Þar ræður mestu sú staðreynd að pólitísk óvissa í sjávarútvegsmálum hefur dregið verulega úr þeim miklu sóknarfærum sem sú atvinnugrein gæti annars nýtt sér. Á meðan að yfir útgerðum og þar með landsbyggðinni vofir hótun um fyrningu aflaheimilda mun atvinnugreinin ekki dafna heldur búa við samdrátt. Útgerðir og vinnslur halda í auknum mæli að sér höndum í framkvæmdum, og öllu öðru sem ýtir undir hagvöxt og virðisauka í greininni.
 
Þá liggur einnig fyrir að framlög úr jöfnunarsjóði dragast saman um 7% til 10% frá áætlun 2010 og ræður þar mestu ákvörðun um breyttar reglur um úthlutun aukaframlags og tekjusamdráttur ríkisins.
 
Bæjarráð sér því víða hættumerki í rekstraráætlun fyrir næsta ár. Illu heilli hefur höfuðborgarkreppan náð að teygja sig til Vestmannaeyja og víðar. Sérstaklega er vont til þess að vita að mesti skaðinn fyrir Vestmannaeyjar er til kominn vegna pólitískra ákvarðana. Bæjarráð beinir því enn og aftur til alþingismanna og ríkisstjórnar að deilum um grundvallar atvinnuveginn verði vikið til hliðar á meðan landið vinnur sig úr hinum bráða efnahagslega vanda. Með því fá Íslendingar allir nýtt þau miklu tækifæri sem fylgja auðlyndinni öllum til velmegunar

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.