Stjórnlagaþing:

Spjall við Njál Ragnarsson frambjóðanda

3.Nóvember'10 | 10:57
Eyjar.net ætlar að halda áfram að kynna frambjóðendur til stjórnlagaþings sem eru frá Vestmannaeyjum. Í þessu viðtali er rætt við Njál Ragnarsson á svipan.is. Viðtalið má lesa hér að neðan. Númer Njáls: 2952
Nafn: Njáll Ragnarsson
Fæðingarár: 1984
Starf og/eða menntun: Stjórnmálafræðingur, stunda meistaranám í opinberri stjórnsýslu við HÍ.
Hagmunatengsl: Engin hagsmunatengsl, sit ekki í nefndum, stjórnum eða öðrum trúnaðarstöðum fyrir nokkur hagsmunasamtök.
Tengsl við flokka eða hagsmunasamtök: Er óflokksbundinn og er ekki í neinum hagsmunasamtökum.
Ertu í einhverjum nefndum, ráðum eða stjórnum? Engum.
Maki: Í sambandi með Matthildi Halldórsdóttur.
Starf maka: Þjónustufulltrúi í Sparisjóði Vestmannaeyja.
Hagsmunatengsl maka: Engin.
Hvers vegna viltu á stjórnlagaþing? Ég býð mig fram til stjórnlagaþings vegna þess að ég hef mikinn áhuga á íslenska stjórnkerfinu og íslenskri stjórnskipan. Mér finnst eitt og annað í stjórnarskránni sem mætti færa til betri vegar. Ég tel mig hafa þá grundvallarþekkingu á viðfangsefninu sem þarf til og hef trú á því að ég geti tekið virkan þátt í stjórnlagaþingi. Ég tel það enn fremur skyldu mína sem íbúa þessa lands að taka þátt í því að leggja nýjan grunn að nýrri stjórnskipan landsins.
Hverjar eru helstu hugmyndir þínar um breytingar á stjórnarskránni? Það sem mér finnst mestu máli skipta er það sem snýr að þrískiptingu ríkisvaldsins og þá fyrst og fremst skilin milli löggjafavalds og framkvæmdavalds. Styrkja verður stöðu alþingis í stjórnarskránni til þess að tryggja sjálfstæði þess. Í því sambandi hef ég talað um að þingmenn sem verða ráðherrar missi atkvæðarétt sinn í þinginu, segðu af sér þingmennsku og sætu ekki í þingsalnum.
Hefur þú lesið stjórnarskrá Íslands? Já.
Hefur þú lesið stjórnarskrár annara ríkja? Já, m.a. stjórnarskrár Norðurlandanna sem ég las í BA náminu í stjórnmálafræði.
Hefur þú lesið skýrslu rannsóknarnefndar alþingis? Ég hef lesið hluta hennar.
 
Birt með leifi frá svipan.is

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.