Dramatík í Vestmannaeyjum

29.Október'10 | 01:26
Hún var dramatískt fyrsta notkunin á nýrri öndunarvél sem Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja var gefin nýlega. Mjög veikur maður þurfti á henni að halda um miðja nótt en kom þá í ljós að straumsnúru vantaði fyrir tækið og voru þá góð ráð dýr.
Að sögn Steinunnar Jónatansdóttur, hjúkrunarfræðings hjá Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, var afar slæmt veður þegar illa haldinn sjúklingur var lagður inn sem þurfti á öndunarvélinni að halda. Þar sem straumsnúruna vantaði gekk tækið á rafhlöðu sem fyrirséð var að myndi tæmast.
 
„Við fengum snúru með tækinu sem er notuð til að tengja í bíl. Við kölluðum til rafvirkja og húsvörð sem komu um hæl en þeir eru alls ekki á bakvakt á stofnuninni. Við erum með bílabatterí sem er notað til þess að starta vararafstöð á sjúkrahúsinu ef rafmagn fer af bænum. Þetta stóra apparat var flutt á kerru upp á deild og við gátum þannig hlaðið rafhlöðuna í öndunarvélinni,“ segir Steinunn.
 
Þannig bjargaði tækið mannslífi í fyrsta skipti sem það var notað - með dyggri aðstoð rafvirkja og húsvarðar. „Þetta var dramatísk fyrsta notkun,“ segir Steinunn.
 
Það var Kvenfélagið Líkn sem hafði gefið öndunarvélina aðeins viku áður. Steinunn segir að líknarfélög og einstaklingar sem gefi tæki vera dyggustu stuðningsmenn heilbrigðisstofnunarinnar. Kvenfélagið Líkn heldur nú upp á aldarafmæli sitt en síðustu tvö ár hefur það gefið tæki til stofnunarinnar fyrir rúmar níu milljónir króna.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is