Uppboð á 365 kjólunum hennar Gíslínu

27.Október'10 | 13:27
365 kjólar, sem allir eiga fortíð í fataskápum íslenskra kvenna, bíða þess nú að eignast nýja eigendur. Kjólarnir eru partur af gjörningi sem staðið hefur yfir í ár en endar með uppboði í Veisluturninum í Kópavogi þann 6. nóvember þar sem kjólarnir verða boðnir upp. Þar geta konur krækt sér í einstaka kjóla á góðu verði og um leið stutt gott málefni.
Það er fatahönnuðurinn Gíslína Dögg Bjarkadóttir sem safnað hefur kjólunum saman en hún hefur stillt einum kjól á dag út í glugga á vinnustofu sinni Kví Kví í Vestmannaeyjum.
 
Að sögn Gíslínu er markmiðið með gjörningnum að veita geymslukjólum framhaldslíf. Konur allsstaðar af landinu hafa sent Gíslínu kjóla og eru þeir nú orðnir 365 talsins enda komið ár síðan hún stillti fyrsta kjólnum út þann 24.október í fyrra.
Eins og fyrr segir verða kjólarnir boðnir upp í Veisluturninum í Kópavogi laugardaginn 6. nóvember en eins verður hægt að bjóða í kjólana á Facebooksíðunni 354 kjólar frá miðnætti í kvöld til miðnættis þann 2. nóvember. Allur ágóði af uppboðinu mun renna til góðgerðarfélagsins Bætum ein-stök brjóst.
 
Hér fyrir neðan má sjá brot af þeim kjólum sem leita nýrra eiganda og hægt verður að bjóða í á uppboðinu.
 
Hér má sjá fréttina og myndir af nokkrum kjólunum á pressan.is

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.