Staðinn að hnupli í krónunni

25.Október'10 | 19:05
Það var í mörg horn að líta hjá lögreglunni í vikunni sem leið og um helgina. Enn og aftur var haft afskipti af ökumönnum grunuðum um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna enda hefur orðið töluverð fjölgun í þessum málaflokki á árinu.
Nokkur erlill var í kringum skemmtistaði bæjarins um helgina og eitthvað um pústra án þess þó að kærur liggi fyrir. Að vanda þurfti lögreglan að aðstoða fólk til síns heima sökum ölvunarástands þess.
 
Fjórir ökumenn voru stöðvaðir í síðustu viku vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum ávana- og fíkniefna við aksturinn og hefur lögreglan, á þessu ári, lagt töluverða áherslu á að stöðva ökumenn vegna þessa og kanna með ástand þeirra, enda ekki boðlegt að hafa fólk í annarlegu ástandi við stjórn ökutækja.
 
Skráningarnúmer voru tekin af tveimur ökutækjum í vikunni sem leið vegna gruns um að rangur skoðunarmiði væri á þeim. Er grunur um að þarna sé um skjalafals að ræða og verður málið rannsakað sem slíkt.
 
Síðdegis sl. föstudag var lögreglan kölluð að verslun Krónunnar en þar hafði einn viðskiptavinur verslunarinnar verið staðið að hnupli. Viðurkenndi sá sem þarna var að verki hnuplið og telst málið upplýst.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.