Bæði dæluskipin að störfum í höfninni

25.Október'10 | 10:42
Dýpkun Landeyjahafnar gengur vel og samkvæmt áætlun en ófært hefur verið um höfnina vegna ösku og sands.
Bæði dæluskipin, Sóley og Perlan, hafa verið að störfum í höfninni undanfarna daga en sogrör frá dæluskipinu Perlunni hefur í tvígang brotnað við dýpkun hafnarinnar.
 
Síðan á föstudag hafði hluti rörsins setið fastur í höfninni en dæluskipið Sóley kom til aðstoðar á fimmtudag. Í gær var búið að dýpka í kringum rörið og fór kafari niður til að kanna aðstæður. „Ég reikna fastlega með því að rörið hafi náðst upp," sagði Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Siglingastofnunar í gær.
 
Ekki er ljóst hvenær Herjólfur getur aftur hafið siglingar um Landeyjahöfn en samkvæmt upplýsingum Siglingastofnunar er ölduspá fyrir næstu daga ekki góð. Þegar líður á vikuna mun því verða farið yfir verkáætlun miðað við ölduspá og þá kemur í ljós hvernig framhaldið verður. Herjólfur siglir nú milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.