Handbolti karla og kvenna:

Strákarnir gerðu jafntefli og stelpurnar töpuðu

24.Október'10 | 13:51
Strákarnir tóku á móti Gróttu, sem fyrir mótið var spáð efsta sæti 1.deildar, mætti til Vestmannaeyja í dag. ÍBV var spáð öðru sæti þannig að fyrirfram mátti búast við hörkuleik. Það varð einmitt raunin leikurinn var spennandi til lokaflauts. Stelpurnar töpuðu fyrir Haukum í dag 27-29. ÍBV-stelpurnar mættu daufar til leiks og eftir 15 mín. var staðan 1-10 fyrir Haukum. Þá kviknaði aðeins lífsmark hjá þeim og þær minnkuðu muninn í 6 mörk fyrir hlé. Staðan þá var 8-14.
 
 
Í seinni hálfleik fóru eyjastelpurnar að sína sitt rétta andlit. Minnkuðu muninn jafnt og þétt og munaði orðið 2 mörkum, þá misstu þær taktinn og Haukar komust í 7 mörkum yfir. En á lokamínútunum gekk allt upp hjá ÍBV og þegar stutt var eftir var munurinn aðeins 1 mark og ÍBV var með boltann og gat jafnað. Þá var dæmdur ruðningur á ÍBV og Haukar brunuðu fram og gerðu sitt 29.mark og þar með út um leikinn.
 
Mörk ÍBV:
Guðbjörg Guðmannsdóttir 8,
Renata Howard 7,
Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 3,
Ester Óskarsdóttir 3 ,
Aníta Elíasdóttir 2,
Sigríður Lára Garðarsdóttir 2,
Hildur Dögg Jónsdóttir 1,
Lovísa Jóhannsdóttir 1.
 
Karlarnir: 
Grótta byrjaði betur og komst í 1-5 en þá kom Theodór Sigurbjörnsson inná og hann átti eftir að koma mikið við sögu. Fyrr um daginn fékk hann þær fréttir að hann hefði verið valinn í U-19 ára landsliðið. Hvort þær fréttir hafi haft svona góð áhrif á Tedda eða að hann sé bara búinn að æfa vel, þá spilaði hann mjög vel í dag. Hinn landsliðsmaður ÍBV Vignir Stefánsson var líka góður, en erfitt er að taka einhverja út því allir leikmenn íBV voru að leika vel. Vörn og markvarsla hefur verið góð í flestum leikjunum í vetur og það var engin breyting þar á í dag.
 
Grótta leiddi með tveimur mörkum í hálfleik 10-12. En munurinn var yfirleitt ekki nema eitt mark. Grótta komst tveimur mörkum yfir þegar stutt var eftir, en ÍBV gafst aldrei upp. Grótta missti þá tvo leikmenn útaf, það hafði góð áhrif á ÍBV og til að bæta um betur þá fór einn þeirra sem var útaf of fljótt inná aftur og fékk í refsingu aðrar tvær mínútur. ÍBV jafnði leikinn og náði svo aftur boltanum og hefðu getað sigrað, en nýttu ekki þá sókn. Jafntefli varð niðurstaðan 24-24.
Mikill fjöldi fólks mætti og var góður stuðningur við ÍBV.
 
Mörk ÍBV:
Vignir Stefánsson 9
Leifur Jóhannesson 5
Theódór Sigurbjörnsson 4
Arnar Pétursson 3
Brynjar Karl Óskarsson 1
Birkir Már Guðbjörnsson 1
Sindri Ólafsson 1
 
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.