Safnahelgin í Vestmannaeyjum 4-8 nóvember 2010

21.Október'10 | 23:16
4-8 nóvember verður safnahelgi í Vestmannaeyjum. Fjörið byrjar á fimmtudeginum 4. nóvember á Kaffi Kró þar sem verður Eyjakvöld með úrvali eyjatónlistmanna. Laugardaginn 6. nóvember verður í Höllinni hláturinn lengir lífið með landsliði grínista. Flest öll ef ekki öll söfn Vestmannaeyja verða undirlögð fyrir þessa helgi og margt skemmtilegt í boði fyrir fólk á öllum aldri. Dagskrána í heild má sjá nánar í frétt.
Fimmtudagur 4. nóvember
Kaffi Kró. Eyjakvöld. Úrval Eyjatónlistarmanna leikur og syngur ný og gömul Eyjalög.
 
Föstudagur 5. nóvember
Kl. 17.00 Stafkirkjan. Formleg setning, séra Kristján Björnsson. Gísli Helgason leikur á blokkflautu við undirleik.
Kl. 20.00 Sæheimar/Fiska- og náttúrgripasafn – Slökkvistöðin. Erlendur Bogason kafari sýnir ljósmyndir og kvikmyndir teknar neðansjávar..
 
Kl. 21.00 Vinaminni. – Hippabandið flytur úrval af uppáhaldslögum sínum.
Kl. 00.00 Eldkaffi. Jogvan og Vignir Snær
 
Laugardagur 6. nóvember
Kl. 14.00 Safnahús – bókasafn. Kynning á nýjum bókum.
Ásgrímur Hartmannsson les úr bók sinni; “31 nótt”
Steinunn Jóhannesdóttir kynnir nýja Reisubók sína um Hallgrím Pétursson og Guðríði.
Safnahús - skjalasafn: Skjöl og bækur um veðurathuganir í Vestmannaeyjum
Kl. 14.00 Bæjarleikhús. Konungur ljónanna – frumsýning.
Leikfélag Vestmannaeyja, leikstjóri Haraldur Ari Karlsson.
Kl. 16.00 Gamla Samkomuhúsið. Stórtónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja
Kl. 20.30 Höllin (húsið opnar 19.30) “Hláturinn lengir lífið” landslið grínista
Laddi, Þorsteinn Guðmundsson, Freyr Eyjólfsson og fl.
Kl. 21.00 Herjólfsbær Árni Þórarinsson les úr nýrri bók sinni “Morgunengill” Yrsa Sigurðardóttir úr bókinni “Ég man þig”
Kl. 22.30 Kiwanis Föruneyti G.H. , sem eru Hafsteinn Guðfinnsson (gítar), Gísli
Helgason (flautur), Ársæll Másson (gítar), Þórólfur Guðnason (bassi) og Árni Áskelsson (trommur). Sveitin flytur blokkflautujazz og popp, auk þess sem áhrif vísnasöngs eru all nokkur.
Kl. 00.00 Eldkaffi. Jogvan og Vignir Snær
 
Sunnudagur 7. nóvember
Kl. 15.00 Sjóminjasafn Þórðar Rafns: Dala - Rafn Flötum. Sigurgeir Jónsson les úr nýrri bók sinni um Sögu Útvegsbændafélags Vetmannaeyja, opið 15 – 17.00
Kl. 15.00 Bak við tjöldin hjá Skósa. – Stebbi skó dregur fram ýmislegt sem safnast hefur á skóvinnustofunni í gegum tíðina , opið 15 – 17.00
 
Café María
Marineraður skelfiskur með kókosfroðu og trufle.
Fylltar kjúklingabringur með skinku, hvítlauk og röstikartöflu
Safnahelgartilboðsverð kr. 3.700.-
 
Vilberg kökuhús
Hunangsspeltbrauð, spelteplakökur með jógúrt
 
Arnór bakari
Fortíðarljómi. Napóleonskökur og telengjur að hætti “gömlu” bakarameistaranna
 
Vinaminni
Léttar veitingar á góðu verði. - Nýtt! Ostabakki fyrir 2 ásamt rauðu eða hvítu.
 
900 Grillhús
"Eftirlæti kokksins" pönnusteiktur saltfiskur í kryddolíu með rækjum kartöflum og grænmeti
Volg súkkulaðikaka "900" Safnahelgarverð kr. 3990.-
 
Eldkaffi
Safnahelgartilboð á Eldbökupizzu
 
Bókasafn opið laugardag 12.00-18.00
Sæheimar/Fiska- og náttúrugripasafn opið laugardag og sunnudag 13.00-16.00
Surtseyjarstofa opin laugardag og sunnudag 13.00-16.00
Sjóminjasafn Þórðar Rafns opið sunnudag kl. 15.00-17.00
Bak við tjöldin hjá Skósa. – Stebbi skó dregur fram ýmislegt sem safnast hefur á skóvinnustofunni í gegum tíðina opið sunnudag kl. 15.00 – 17.00
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.