Yfir 500 keppendur á handboltamóti í Eyjum síðsutu helgi

19.Október'10 | 13:20
Yfir 500 keppendur mættu til Vestmannaeyja um helgina til að taka þátt í fyrsta íslandsmóti vetrarins í 5.flokki eldra ár. Í fyrra var gerð tilraun með að hafa stelpurnar og strákana saman og tókst það vel. Mótið í ár var ekki síðra.
Eina sem skyggði á var að menn hefðu viljað geta haft Landeyjahöfn. En því miður þurfti að sigla til og frá Þorlákshöfn og þurfti því að þétta mótið mikið til að koma öllum leikjum fyrir. Einnig hefðu fleiri foreldrar komið með ef Landeyjahöfn hefði verið opin.
 
 
Forráðamenn íþróttahúsins vildu koma því á framfæri að umgengni keppenda hefði verið til fyrirmyndar og krakkarnir mjög kurteisir. En það var þó hart tekist á innan vallarins eins og lög gera ráð fyrir. Greinilegt er að iðkendum hefur farið mikið fram og sáust oft glæsileg tilþrif.
 
Myndir frá Bjarna Þór af ibvsport.is má sjá hérna.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.