Allsber í framboði

Framboð Sveins Ágústar nýtur mikillar athygli

Á forsíðu DV í dag

18.Október'10 | 19:47
„Þetta er bara húmorinn hjá okkur úti á sjó og ég ætla ekkert að fara fela það fyrir öðrum. Ég skammast mín ekkert fyrir þetta, þetta var bara spaug,“ segir Sveinn Ágúst Kristinsson, 22 ára sjómaður frá Vestmannaeyjum sem býður sig fram til stjórnlagaþings. Segir á DV.is í dag ásamt því að prýða forsíðu dagblaðsins.
 
Sveinn Ágúst segir að hann hafi verið að skúra niður í vélarrými þegar buxurnar hans blotnuðu og fór hann því úr þeim. Þegar hann heyrði að vinnufélagarnir væru á leiðinni niður til sín ákvað hann að fara úr nærbuxunum og bolnum og grínast aðeins í þeim. „Það þýðir ekki að taka sig of alvarlega,“ segir Sveinn og hlær.
 
Sveinn segist hafa haft bullandi áhuga á stjórnmálum síðan hann var krakki og finnst hann alls ekki of ungur til að fara á þing og vitnar í texta eftir Jóhann Helgason sem Vilhjálmur Vilhjálmsson söng. „Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins beturá hugrenningar þeirra, sem erfa skulu land, því kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur komið fram með svörin, þar sem sigldum við í strand. Ég sé ekki afhverju maður þarf að hafa B.S próf til að hafa áhuga og skoðanir á stjórnmálum. Ég hef alltaf haft miklar skoðanir og sit ekkert á mínum skoðunum. Svo á þetta líka að vera þverskurður af þjóðfélaginu á þessu stjórnlagaþingi og ég lít nú á mig sem þennan týpíska landsbyggðarmann, ég er verkamaður og á fjölskyldu. “
 
Nái Sveinn kjöri segist hann ætla að beita sér fyrir breytingu laga um þjóðaratkvæði að þýskri fyrirmynd, niðurlagningu embætti forseta Íslands, aðskilnaði ríkis og kirkju og óbreyttu fyrirkomulagi kjördæmaskiptinga. Hann segist líka vera mjög á móti inngöngu Íslands í ESB.
 
 
Hér má sjá viðtal sem Eyjar.net tók við Svein Ágúst vegna framboðsins.
 
Hér og hér má sjá umræddar myndir af Sveini.
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%